Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1934, Side 8

Ægir - 01.04.1934, Side 8
94 ÆGIR í skipið aftur. í siðara sinni náði hann i enda á mezanskautinu, sem skolast hafði út og dró sig upp í skipið á því, því skipið hafði kastast á hliðina. 1 annað sinn lenti hann i ofviðri á Eyrarbakkaflóa ; var hann þá skipstjóri. á »Seagull«. Gekk stór brotsjór yfir skip- ið er lagði það á hliðina svo það hálf- fyllti, en allt í skipinu fór úr skorðum og út í aðra hlið þess. Með hugrekki og dugnaði Friðriks og skipverja hans tókst að rétta það aftur og ausa úr því sjón- um. Komust þeir síðan til Reykjavíkur og fengu aðgerð á því, sem aílaga hafði farið. Friðrik var svo heppinn stjórnari, að meðan hann hafði skipstjórn á hendi missti hann engan mann út af skipi sínu. Margir af skipverjum hans frá þeim árum minnast hans nú með þakklátum huga og óska þess, að honum megi vel farnast það sem hann á eftir ólifað. Frið- rik var skipstjóri siðast á m.k. »Iho«, eign H. P. Duus, en það var síðastaþil- skipið, sem gert var út frá Reykjavík og nú liðið undir lok; en eigi lagði Friðrik þó niður sjómennskuna, heldur fór hann sem háseti yfir á togara, þó fullorðinn væri og er hann nú, háseti á togaranum »Kári Sölmundarson«. Friðriks mun æ verða minnst sem eins hins heppnasta og duglegasta for- manns í þilskipaútgerð Reykjavíkur. Nýtt útgerðarfélag á ísafirði er ætlar að reka bátaútgerð. Sunnudaginn 25. febr. var stofnað nýtt útgerðarfélag í Isafirði. Heitir það Hug- inn og voru kosnir í stjórn þess, Björg- vin Bjarnason, Jóhann Eyfirðingur, Jón S. Edwald konsúll, Arngrímur Fr. Bjarna- son ritstjóri og Gtsli Júlíusson skipstjóri. Stofnfé félagsins er 80 þús. krónur og ætlar það að kaupa stóra vélbáta til út- gerðar. Hefur Bárður Tómasson skipa- smiður gert teikningu af bátunnm, en Björgvin Bjarnason ætlar að fara utan til þess að leita fyrir sér um smíði þeirra. Gera þeir ráð fyrir að kaupa 5 báta í byrjun. Ðókarfregn. Sigarðar Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. Rvk. Á kostnað bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 1933. Þann 1. júní 1933 átti Hafnarfjarðar- kaupstaður aldarfjórðungsafmæli. Þessa afmælis hefur bæjarstjórn kaupstaðarins nú minnst með því að gefa útsögu Hafn- arfjarðar frá elztu tíð, og er bókin yfir 700 bls. og prýdd 128 myndum frá ýms- um tímum. Bæjarstjórnin fól Sigurði mag. Skúla- syni að semja bókina, og lauk hann þessu stórvirki á rúmum tveimur árum, en af þeim tíma mun hafa farið nálega hálft annað ár í að safna efni í bókina, enda varð höfundur að viða þvi að sér úr ýmsum áttum, meðal annars úr skjala- söfnum í Þýzkalandi og Danmörku. 1 bókinni er samankominn geysilegur fróðleikur og það sem mest er um vert er, að hann er settur þannig fram, að bókin er mest öll skemtileg aflestrar og hvergi þur eða leiðinleg. Bókin sjálf er í 11 köflum sem hér segir: 1. Kafli: Umhverfi Hafnarfjarðar (bls. 7—20), 2. kafli: Hinar fornu bújarðir í Hafnarfirði (bls. 21—99), 3, kafli: Saga verzlunarstaðarins (bls. 100—409), 4. kafli: Upphaf Hafnarfjarðarkaupstaðar (bls. 410—428), 5. kafli: Landeign og skipulag kaupstaðarins (bls. 429 — 459), 6. kafli:

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.