Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1934, Qupperneq 11

Ægir - 01.04.1934, Qupperneq 11
ÆGIR 97 verkuðum fiski til Pireus og ætla Grikk- ir að verka hann sjálfir. Eru Frakkar þó lítið hrifnir af þeirri verzlun, því hún hefur spillt mjög fyrir sölu á pressufiski þeirra, sem kallaður er »lavé«, og verð- ið er mjög lágt, 140 frankar pr. 100 kg., af stærðinni 120—140 í 80 kg. pakka, (samsvarar til 75—90 í 50 kg. pakka). Helgi P. Briem. Úr bréfi frá Bandarfkjunum. (ía/s 1934). Gæftir hafa verið mjög slæm- ar þennan liðna vetur, ákaflega miklir kuldar og fannkoma, en vegna þess hve sjaldan hefur gefið á sjó, hefur fiskverð verið fremur gott, mest vegna þess, að smábátar meðfram ströndinni hafa ekki komist á sjó, er hafnir og firðir hafa verið ísi þakið. Hið merkasta sem hér hefur gerst á sviði fiskveiðanna, eru hin nýju lög »Code of fair practice«, sem forseti Franklin D. Roosevelt undirskrifaði þann 26. febrúar þ. á. (1934). Allir þeir sem við fiskiðn- að í Bandaríkjunum eru riðnir, voru sammála um, að fiskverzluninni væri mjög ábótavant, og að ýmislegt yrði að laga þar, ef vel ætti að fara. I lögunum eru ákvæði, sem bæta úr ýmsu af þvl, sem hefur haldið fiskverð- inu niðri, t. d. verður gefinn út verðlisti fyrir sölu á fiski og enginn má selja undir því verði, sem þar er ákveðið, eða hafa klær úti til að losna við fisk fyrir laegra verð en hið ákveðna. 1 þessum fisksölusamtökum iðnrek- enda, sem stjórn Bandaríkjanna hefur nú veitt sitt lið og forsetinn staðfest lög, þar að lútandi, hefur verið kosin stjórn, skipuð 14 mönnum; hafa fiskifélög um allt landið útnefnt 12, en stjórnin 1 Was- hington 2 menn ; er annar þeirra íslend- ingurinn Magnús Magnússon útgerðarm. frá Winchester. Stjórn þessi á að sjá um, að enginn brjóti hin settu lög. Pað er enginn efi á þvi, að það er hinn eini vegur til þess, að útgerðin beri sig, að allir séu samtaka og engum leyf- ist að selja fisk undir ákveðnu verði, eða á einhvern hátt spilla fyrir sölu ann- ara. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Sem dæmi upp á þekkingu fundar- manna í Washington, á landi voru Is- landi, skal þess getið, að þeir stóðu fast á því, að hr. Magnús Magnússon hlyti að vera Eskimói, af því hann er fæddur á Islandi. í vetur hafa togarar aflað vel, en hafa þó orðið að leita lengra en undanfarin ár, því veiðar á »Georges Bank« hafa algerlega brugðist, en það hafa þær aldrei gert fyr, svo menn muni. Aftur á móti aflaðist vel á »Western Bank« eða »Sable Island Bank« og hefur mest af aflanum fengist þar. Pau fiskimið eru um 500 mílur frá Boston. 1 gær (21. marz) komu hér á land 2 milljónir punda af fiski og var verðið: ýsa 3 cent, þorskur 2x/acent hvert pund og smáfiskur 2 cent. Annars hefur verð verið, hér um bil, svo í allan vetur: Ýsa um 3 cent og þorskur 4 cent pundið . . . Nýja síldarverksmiðjan. Síðasta vetrardag (18. apríl), fóru héð- an með varðskipinu »Ægir«, þeir Krist- ján Bergsson.Sveinn Benediktsson.Trausti Ólafsson, Finnbogi R. Porvaldsson og Ólafur Þórðarson frá Hafnarfirði, til þess að athuga, hvar heppilegastur staður væri fyrir hina væntanlegu síldarverk- smiðju á Norðurlandi. Hinir þrír fyrst töldu eru ráðunautar ríkisstjórnarinnar um hvar verksmiðjuna skuli reisa.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.