Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1934, Page 17

Ægir - 01.04.1934, Page 17
ÆGIR 103 farmar: 5 í janúar 5 í febrúar og 1 í marz. Skiptist veiðin á útfluttu síldinni eftir áramót á firðina þannig: í Norðfirði, Hellisf. og Mjóaf. 648869 kg. » Eskifirði................... 474638 — Samtals 1123507 kg. Á öðrum fjörðum hefur ekki verið um síldveiði að ræða eftir áramót, nema hvað lítilsháttar hefur veiðst í net á Fá- skrúðsfirði. Um síldveiðina má það segja, að hún hef- ur verið stopul að þessu sinni. Þurftu skipin oft að bíða lengi eftir farmi.— ó- stöðug veðrátta í janúar og febrúar átti talsverðan þátt í þessu, en yfirleitt var síldargengd miklu minni, en tvo síðast- liðna vetur. Eftir að kom fram um 20. febrúar, veiddist ekki síld i nætur nema á Eskifirði. Um útflutninginn á isvörðu sildinni má segja þetta: Að þrátt fyrir það þótt eigi gengi ávalt eins fljótt að veiða í skipin og æskilegt hefði verið, þá má gera ráð fyrir, að sú reynzla, sem þegar er fengin verði til þess, að framhald verði á þessum flutningum, ef síld veiðist næstu vetur. Salan var að vísu misjöfn, en að gæðum þótti þessi sild taka mikið fram norsku vorsíldinni. Það er athyglisvert, að þá daga eða tima, er sild veiddist ekki í fjörðunum, var þar oft mikið af smáufsa. Yeiddust stundum nokkur hundruð tunnur af ufsa i kasti, Ufsanum var sleppt aftur, en at- hugandi væri ef síldarverksmiðja verður reist á Austurlandi, hvort ekki mundi svara kostnaði að veiða ufsann til vinnslu í slíkri verksmiðju. Á Austfjörðum hefur verið fryst frá áramótum alls 820 tunnur af síld, eða sem svarar 14 tunnum á hvern dekkað- an vélbát, sem gerður er út. Mikið af þessari frystu sild er notað til beitu eft- ir hendinni og nú um mánaðamótin marz—april er sáralítið til af frosinni sild. Nokkrir menn á Seyðisfirði hafa keypt vélbátinn Hvíting frá Akureyri og nota hann til flutninga nú á vertíðinni. Var full þörf á að fá farkost til flutninga á þessu tímabili og er þess að vænta, að eigendur Hvitings fá nokkra hjálp til að annast flutningana. Eskifirði, 6. apríl 1934. Friðrik Steinsson. í síðustu skýrslu minni, Ægir 2. tbl. bls. 51, er leiðinleg prentvilla. Stendur að útflutt hafi verið í ís, 563 988 tunnur af síld, en á vitanlega að vera kilo. Fr. St. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1934. 7. Lieiörétting-ar* við Skrá yfir vita og sjómerki á íslandi 1934: a. Viti nr. 73, Bjarnarey. Breidd og lengd er 65° 47' 12" — 14° 18' 38" Hæð ljóssins yfir sjó er 26 m. b. Viti nr. 80, Mjóeyri, Eskifirði. Breidd og lengd er 65° 03' 34" — 13° 59'47". Hæð ljóssins yfir sjó er 5 m. c. Viti nr. 81, Vattarnes. Breidd og lengd er 64° 56' 09" -13° 41' 16". Hæð ljóssins yfir sjó er 20 m. 8. Ljós- og hljóðbaujan á Valh.tks- grunni hefir verið lögð út að nýju. Liggur lítið eitt sunnar en áður á ca. 30 m. dýpi. 2% 1934. Vitamálastjórinn Th. Krabbe.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.