Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1934, Side 19

Ægir - 01.04.1934, Side 19
ÆGIR 105 tungum. Nokkur töf varð að snjó, en að öðru leyti gekk ferðin vel. Hannes á Núp- stað fer aftur til byggða, en eftir verður hjá okkur Eyjólfur sonur hans og Jón Jónsson frá Rauðabergi. Er nú í ráði að draga allan farangur okkar á sleðum inn á móts við Hágöngur og hafa þar aðalbækistöð. 1 ráði er að 3 okkar leggi svo af stað á morgun inn að eldstöðvun- um, ef heiðskirt verður og sólbjart. Hitt er 3 stig og hæð nálægt 620 metrum. Klukkan um tvö hinn 13. voru leið- angursmenn komnir á gigbarminn vest- anverðan. Veður var þá bjart, en vindur nokkur af suðaustri. Peir félagar segja gosið í Sviagíg, sem þeir telja fremur dal í jöklinum en gíg, í þeirri merkingu, sem við hugsum okkur gig. Öll dalhvos- in var hulin reyk, svo hvergi sá til botns, en upp úr reykjarsvælunni stóðu þrír gosstrókar með löngu millibili — og var einn þeirra um 500 metrar á hæð og um 50 metrar í þvermál, þar sem fyrst sá til hans upp úr reykjarsvælunni í dalnum. Leiðangursmenn urðu brátt frá að hverfa, því veður fór versnandi, og komust þeir af jöklinum sunnudaginn 15., og hingað til Reykjavíkur kom Guð- mundur Einarsson og félagar hinn 19. april. — Þýzk stúlka, Lydia Zeitner var með i förinni. Meðan Guðmundur Einarsson var eystra komu hingað danskir vísinda- menn, sem rannsaka ætla gos þetta, og hafa þeir allan útbúnað til langrar dvalar í Vatnajökli. Foringi þeirrar rannsóknarferðar er Dr. N. Nielsen náttúrufræðingur og Milt- hers að nafni, ungur jarðfræðingur, með honum. Nýkeypt flutningaskip. Um miðjan apríl bárust hingað þær fregnir, að þrjú flutningaskip hefðu verið keypt í útlöndum, og eru eigendur þessi félög: H/f. y>Eimskipafélag Reykjavíkura kaup- ir e/s »ManchioneaI«, sem smíðað var hjá Burmeister & Wain í Kaupmanna- höfn 1911. Stærð þess brúttó 1654 tonni nettó 1037 tonn. H/f. y>Eimskipafélagið ísafold« kaupir e/s »Amstel-Stroom«, hét áður »Merw- ede«, smiðað í Haarlem 1919. Stærð þess brúttó 1568 tonn, nettó 935 tonn, og á að heita »Edda«. Þetta félag átti áður flutningaskipið »Edda«, sem hóf héðan siglingar í ágúst 1933, en strandaði fyrir vestan Horna- fjörð, hinn 25. janúar 1934, og varð algert strand. H/f. »Eimskipafélagið Fram« er ný- stofnað félag. Það kaupir e/s »Commo- dore Rollins«, smíðað hjá Bergens Meka- niske Verksted 1911. Stærð: brúttó 1576 tonn, nettó 962 tonn. Það er gleðilegt til þess að vita, að Islendingar taki nú eitthvað af þeim miklu vöruflutningum í sinar hendur, sem útlendingar undanfarið hafa haft, og vonandi verða hin íslenzku félög látin sitja fyrir með flutninga, þótt annara þjóða skip bjóðist til að flytja vörur fyrir lægra gjald, en hin íslenzku félög geta boðið. Þessi útgerð veitir mörgum atvinnu, og í hlutfalli við mannfjölda hér, er hvert skip með 16 manna áhöfn, miklu meiri vinnuveitandi, en stórt Cunardlínuskip, með 800 manna áhöfn, samanborið við mannfjölda á Englandi (líklega 7—8 sinnum meiri). »Edda« er væntanleg til Hafnarfjarðar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.