Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1934, Page 20

Ægir - 01.04.1934, Page 20
106 ÆGIR hinn 1. maí n. k.; verður hún fyrsta skipið, sem kemur. Flóöbylgjan í Tafjord. Stórkostlegt slys varð í Tafjord, nálægt Álasundi, kl. 3 aðfaranótt laugardagsins, 7. apríl. Uppi í fjalli við fjörðinn gnæfði hamrabelti yfir hann, og um langan tima höfðu menn tekið eftir, að kletta- hengja þessi varð ægilegri ár frá ári og ótluðust, að hamarinn myndi falla fram og steypast í sjóinn þá og þegar; bjugg- ust þorpsbúar í Tafjord við, að flóðalda mundi verða, þegar hamarinn félli í sjó- inn, en hugsuðu ekki út í það, hversu mikil hún yrði og biðu því átekta. Við Tafjord er annað lítið þorp, sem nefnt er Fjöran. Hamarinn féll í sjóinn eins og áður getur. Voru flestir þá í fasta svefni er flóðaldan ruddist 7—800 metra á land upp, og fór yfir bæði þorpin. í Tafjord fórust 22 menn, en 17 f Fjöran. Um 30 hús eyðilögðust með öllu í Tafjord auk annara mannvirkja, skipa og báta, og dró útsogið brakið úr þessu öllu út á fjörðinn, og flest lík þeirra, sem drukkn- uðu, soguðust út í sjó. Fólkið í húsunum vaknaði úr fasta svefni við skriðudynkina, heyrði síðan til flóðöldunnar og rauk út í myrkrið og vissi ekkert hvað var að gerast fyr en um seinan. — Þeir, sem komust lífs af, höfðu hlaupið upp á næstu hæðir og hóla. Orð fá ekki lýst þeim hörmungum, sem á þessum stöðum mátti líta, enda talið, að þetta sé eitt með mestu slysum, sem í Noregi hafi orðið. Fjársöfnun var þegar hafin til að hjálpa hinum nauðstöddu í Tafjord og Fjöran. Finnur Jónsson prófessor lézt 30. marz að heimili sínu í Kaupm.- höfn. Hann var því nær 76 ára gamall, fæddur 20. maí 1858, á Akureyri, elztur barna Jóns Borgfirðings, fræðimannsins alkunna, og konu hans Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur. Með Finni Jónssyni er i val fallinn einhver víðkunnasti vísindamaður ís- lenzkur sinna samtíðarmanna, og einn af merkustu norrænufræðingum er uppi hafa verið. Stúdent varð Finnur Jónsson 1878. Fór þá utan og las norrænu og varð dr. phil. í þeim fræðum 1886, en prófessor við Kaupmannahafnarháskóla 1888. Því embætti gengdi hann í 38 ár. Þá fékk hann lausn með fullum embættislaunum, sjötugur að aldri. Aldursforseti íslenzkra menntamanna í Kaupmannahöfn mun hann hafa verið frá dauða Þorv. Thor- oddsens 1921. Mörg virðingarmerki féllu Finni Jóns- syni í skaut. Meðal annars var hann heiðursborgari Akureyrar. Auk hans hafa það aðeins orðið tveir menn, Matthías Jochumsson og paterJón Sveinsson, sem nú er einn á lífi þeirra þriggja. Finnur Jónsson var kvæntur danskri konu, og áttu þau son einn barna er Jón heitir. Spönsku togararnir, »EuskalErria«,»Hispania« og »Galerna« komu til Reykjavíkur 28. apríl, til að taka kol og salt. Þeir hafa aflað um 650 tonn af fiski hver og telja það góðan afla.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.