Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1934, Page 23

Ægir - 01.04.1934, Page 23
ÆGIR TILKYNNING um síldarloforð til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Þeir, sem vilja lofa síld til vinslu í sildarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði á næstkomandi sumri, skulu innan 20. maí n. k., hafa sent stjórn verksmiðjanna símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Utgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuld- binda sig til þess að afhenda verksmiðjunum alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa, eða aðeins hluta veiðinnar. Þau skip, sem afhenda verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusildarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirfram. Verði meira framboð á síld, en verksmiðjustjórnin telur sýnilegt að verksmiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taki síld iil vinslu. Ef um framboð á síld til vinslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til vinslu, Iáta skilríki fylgja fyrir þvf, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiðitímann. Verksmiðjustjórnin tilkynnir fyrir 10. júní n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinslu í verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku, og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 20. júní n. k. gert samning við verksmiðjustjórnina um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunni ekki skylt að taka á móti lofaðri síld. Siglufirði, 4. apríl 1934. Stjórn Síldarverksmiðju ríkisins. FREDERIKSSUND SKIBSVÆRFT KRISTIAN ANDERSEN, Frederikssund. Allar stærðir af mótorbátum, með góðum og viðurkendum hráolíumoíor. Bátarnir eru byggðir úr eik og eru viður- kenndir sem þeir traustustu og beztu, sem völ er á. — Hefir selt báta til íslands síðastliðin 32 ár. . Umboðsmenn: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO., REYKJAVÍK RlKISPRENTSMIÐJAN GUTENBERG SÍMAR 3071, 3471 — REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 164 Annast prentun ríkissjóðs og stofnana og starfsmanna ríkisins. Leysir auk þess af hendi alla vandaða BÓKAPRENTUN, NÓTNAPRENTUN, EYÐUBLAÐAPRENTUN, LITPRENT- UN, og margt fleira, eftir því er kringumstæður leyfa.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.