Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1934, Page 5

Ægir - 01.10.1934, Page 5
ÆGIR 207 Tilhögun þessi er að öllu leyti ný og hafa eigendur hins fagra nýja skips not- ið aðstoðar og verið í samráði við verk- fræðinga smíðastöðvarinnar I. & E. Hall í Dartford og mun tilhögunin standa í sambandi við geymslu fisksins, með nýrri frysti- eða kæliaðferð. Farmannaráö. í nýútkomnu »Ársriti Vélstjórafélags íslandscr, er grein, sem nefnd er »Far- röannaráð« og er þess getið, að hr. Sig- Urjón Kristjánsson eigi frumkvæði að hugmynd þeirri, að stofnað yrði til sam- starTs milli vélstjóra, stýrimanna og skip- stjóra um ýms félagsmál; var fundur haldinn á skrifstofu Fiskifélags íslands, hinn 5. júlí 1923 af nefndum úr Vél- stjórafélagi íslands, Stýrimannafélaginu °g skipstjórafélaginu »Aldan«, sem kosn- ar höfðu verið á síðast liðnum vetri, að tilhlutun Vélstjórafélagsins, til þess að raeða um samvinnu á ýmsum sviðum, milli þessara stétta. Á fundinum voru þessir menn mættir: Frá Vélstjórafélagi íslands, Gísli Jónsson fyrsti vélstjóri á e.s. »Esju« og Hallgr. Jónsson fyrsti vélstjóri á e.s. »Lagarfoss«, frá Stýrimannafélaginu Lárus Blöndal, annar slýrimaður á »Lagarfoss« og Frið- Hk ólafsson, fyrsti stýrimaðurá e.s»Þór«, frá skipstjórafélaginu »Aldan«, Magnús Magnússon framkvæmdarstjóri og Jón Bergsveinsson, forseti Fiskifélags íslands. Eftir alllangar umræður, var svohljóð- andi fundarályktun samþykkt: »Fundurinn er því meðmæltur, eftir atvikum, að komið verði á fót félags- skap milli Vélstjórafélagsins, Stýrimanna- félagsins og skipstjórafélagsins »Aldan« °g eru fundarmenn samþykkir þvi að leggja það til. hver í sinu félagi, að kosnir verði þrír menn i hverju þessara félaga, er starfi sameiginlega sem heild, er nefnist »Farmannaráð lslands«, að þeim málum, sem til hagsbóta mega verða fyrir stéttir þeirra Fieira gerðist ekki á þeim fundi og um frekari fiam- kvæmdir hefur ekki heyrst og eru nú liðin frek 11 ár, siðan þetta gerðist. Verzlunarráð og siglingaráð. Svo hét grein, sem birlist í nóvem- berhefti »Ægis« 1917. eða fyrir 17 árum ; var þá Verzlunarráðið nýstofnað. 1 þeirri grein er farið fram á, að at- hugað væri, hvort ekki sé tími til þess kominn, að ráð, í líkingu við hið enska Board of Trade væri hér skipað, ekki sem stéttafélag, heldnr sem ríkisstofnun, eða stofnun, sem meðferðis hefði vanda- mál heildarinnar i verzlun og siglingum. Á fundi skipstjórafélagsins »Aldan«, 22. nóvember 1917, var grein þessi tekin til meðferðar, kosin 5 manna nefnd til að ihuga málið og hélt hún fund með sér hinn 27. nóvembr. s. á. á skrifstofu Fiski- félags lslands og voru þar mættir: Krist- ján Bergsson skipstjóri, Þorsteinn Þor- steinsson í Þórshamri, Magnús Magnús- son framkvæmdarstjóri og Sveinbjörn Egilson, ritari Fiskifélags íslands. For- maður nefndarinnar var kosinn Kristján Bergsson og ritari hennar Sveinbjörn Egilson. Hafði fundurinn meðferðis hvern- ig bezt yrði ráðin bót á ýmsu, er sigl- ingar hérlendar áhrærir. Einnig var rætt um ástand það, sem þá var og hvort tiltækilegt væri að stofna siglingaráð á þeim grundvelli, sem rætt var um á fundi »Öldunnar« 22. nóv., sem þar var bókað. Að lokum var samþykkt að koma siglingaráði á fót og að nefndin starfaði að þvl, að samið yrði uppkast til frum-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.