Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1935, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1935, Blaðsíða 6
íoo Æ G 1 R 22. s. m. sökk vélb. »Yíðir« M. B. (>.'5 á Lambbússundi o<< hefur verið samið um, -að ekki yrði gerl við liann. Hinn 31. janúar sighli vélh. »Svala« M. B. 27, upp á Flösina við Akranes o<* hrotnaði í spön. Mannhjörg varð. í rokinu 12. marz, sökk vélh. »Þör- ólfur« G. K. öl(), í Sandgerði, var náð upp, en hel'ur ekki gengið siðan. 2<S. 20. marz rak vélb. »Hrönn«, eign verzlunar Kinars G. Einarssonar, á land í Grindavík og brotnaði, en við hálinn hei'ur verið gert. »Forluna« B. E. 171, hefur staðið á landi mikinn hluta vertíðar, el'tir áfall sem skipið i'ékk, er það slitnaði frá hryggju í Revkjavík og rak uj)p í grjölið, fram undan stálsmiðjunni. Ikið var nóttina milli 31. janúar og 1. fehrúar og hefur það ekki gengið síðan. Drukknanir ú veiiíð 1935. Hinn 9. janúar 4935, lorst vélbálurinn »Xjáll« frá Súgandaíirði, úr liskiróðri með öllum mönnum, ó að lölu. Ilinn 2. febrúar tók stórsjór mann að nafni Gunnlaugur Einarsson l'rá Áll'la- lirði, út al' vélbátnum »()lver« frá Súða- vik og drukknaði hann. Hinn 21. febrúar l'órsl opinn vélhátur úr Grindavík með 5 mönnum. Drukkn- uðu 3, en tveim varð hjargað afvélhátn- um »Garðar«, eigandi Gísli Magnússon frá Yeslmannaeyjum. Ilinn 12. apríl féll Lúðvík A. Jónsson frá ísafirði út af vélbátnum »Einar« l'rá Siglufirði, er slundaði róðra frá Isafirði. Lúðvík sást ekki eftir að liann féll fvrir horð og drukknaði. Ilinn 1. maí l’éll formaðurinn Harald- ur Guðmundsson úl af vélbátnum »Auð- ur« frá Flateyri og drukknaði. Yeður var fremur gotl. Hinn 22. jan. ferst enski togarinn »Jer- ia« frá Grimshy undan Látrabjargi með allri áhöfn 13 mönnum. Sama dag missti enski togarinn »Wamberry« út mann hér úti í llóanum og drukknaði hann. Hinn 8. fehrúar fórst enski togarinn »Langanes« frá Grimshv við Sléttanes, með allri áhöfn, 11 mönnum. Yið lil- raunir við björgun skipshafnarinnar, drukknaði stýrimaðurinn af enska log- arainim »Bunsen« frá Grimsbv. Hinn 31. janúar strandaði enski tog- arinn »Lincolnebire« Irá Grimsby á svo- nefndum Jörundarboða á Skerjafirði. Skipsverjar komust allir lífs af. Ilinn 1. marz strandaði þýzki logar- inn »I)ússeldorf« frá Guxhaven, fram undan Seljalandi undir Eyjafjöllum. Skip- verjum öllum 13 að tölu varð hjargað, með aðstoð manna úr landi. Hinn 11. marz strandaði franska fiski- skipið »Lieutentanl« Boyau« frá Dun- kerque, á Meðallandsfjöru. 24 menn hjörguðust, en á fórust, drukknuðu 3 þeirra, en 2 dóu rétt eftir að þeir voru komnir á land.. Tveir útlendingar hafa fallið útbyrðis og drukknað hér við land. Af íslendingum drukkna alls 11 menn, en al' útlendingum hér við land 39, séu þeir 3 Danir taldir með, sem fórust á vélhátnum »Knúti«, sem þeir voru að llytja hingað frá útlöndum; var Karvel Ögmundsson í Njarðvik eigandi lians. Slysið mun hafa orðið milli Eærevja og íslands. Arið 1934 drukkna 7 íslendingar á ver- líð, en á verlíð 1933 drukknuðu 49. Fisksölusambandið. Stofnfundir þess voru haldnír dagana 24. og 25. maí, lög þess voru samþykkt og kosin stjórn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.