Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 4

Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 4
162 Æ G I R í Oporto hefir íslenzkur fiskur lækkað heldur i verði í þessum mánuði, og kvarta keppinautar okkar töluvert um að við seljum fisk með »dumping«verði, þ. e. undir framleiðslukostnaði. Raunar skilst manni, að því miður beri fiski- menn þeirra stundum lítinn hlut frá ]>orði, svo allur framleiðslukostnaðurinn sé ekki alt af greiddur, en mi eru New- foundlandsmenn einnig farnir að kvarta undan þgssu. Mun það stafa af því, að markaður þeirra í Portúgal hefur geng- ið mjög saman í ár. Hafa þeir að eins sell 24 þúsund vættir fyrstu fimm mán- uði þessa árs, en 60 þús. vættir á sama tíma í fyrra. Portúgalsmenn eru hinsvegar allvel á- nægðir með árangur innflutningstakmark- ananna. Hafa þær nú staðið í ár, og minntist hlaðið Diario da Noticias þeirra fyrir skömmu, í allmerkilegri grein. Er þar Krsl harállu íslendinga lil að ná markaði í Portúgal, og verðlækkunþeirri, sem af lienni stafaði á markaðinum. Er sagt, að þessi verðlækkun hafi komið fiskveiðum þeirra alveg á heljarþröm, þangað lil skipulagi hafi verið komið á markaðinn. En það hafi verið á þá leið, að innflutningsnefnd innílytjenda skyldi ákveða verð á innlenda fiskinum, en ekki leyfa innílutning á fiski, nema gegn því, að viss hundraðshluti væri keyptur um leið af innlenda fiskinum. Er hann seldur með tapi, sem innflytjandinn ]>æt- ir sér upp með ágóðanum af erlenda fiskinum, svo verðlækkun á erlenda fiskinum þýðir verðfall á fiskinum til neytenda, en um leið aukin hjálp til fiskveiða Portúgalsmanna, sem lnin var að sálga áður. Telur greinarliöfundur, að Portúgals- menn muni auka fiskiílota sinn til muna í ár og segir, að sökt liafi verið um styrk til að hyggja l(i ný og hentug skip til þorskveiða á þessu ári. Þar sem þessi skip verði hentugri en gömlu skúturnar og með hjálparvélum, megi húast við að fiskveiðar Portúgalsmanna við Græn- land og Newfoundland aulcist svo mik- ið, að aflinn þrefaldist á næstu þremur árum. í Newfoundlandi var talið nokkuð allaleysi framan af vertíðinni og í Labra- dor, því ís hefir þindrað veiðar þar. Samkvæmt nýjustu fregnum virðist þ() sem veiðist í meðallagi vel nú upp á siðkaslið, og botnvörpungar þeirra, sem að eins eru tveir, hafa veitt vel. Eru menn þar því hjartsýnir og húast við, hatnandi árferði, bæði vegna þess að Brazilíumarkaðurinn er vænlegri en und- anfarið og framl)oðið á fiskmarkaðinum minna en áður. Helgi P. Briem. Skýrsla erindreka Fiskifel. íslands í Sunnlendingíifjórðungi til stjórnar Fiskifélag’s íslands. Hinn 12. ágúst lagði ég af slað frá Reykjavík og ferðaðist um Reykjanes- skagann lil 20. s. m. Eg talaði við menn í liinum ýmsu veiðistöðum um fram- lialdsstarf Fiskideilda og leilaði upplýs- inga, sem ég hér skýri frá. Eg kann að þykja langorður um sildarsöltun þá, sem nú fer fram við Faxaflóa, en með því lnin er sjaldgæf hér, vona ég, að hált- virt stjórn Fiskifélagsins taki ekki hart á því. Mynd af trönum, sem þessari skýrslu fylgir, er frá Hafnarfirði; eru það trön- ur á herzluplássi Beinteins Bjarnasonar útgerðarmanns þar. Upplýsingar þær sem ég gat aflað mér á ferðinni, fylgja hér á eftir, og vil ég

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.