Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 5
Æ G I R 163 geta þess, að það sem sagt er um harð- fiskinn, lief ég eftir matsmanni Jetvald Jacobsen, sem vann að mati á harðfiski í Keflavík, meðan ég stóð þar við. Hnfnir. Ræzt hefur þar við afla síðan í mai, er skýrsla var síðast gefin, 420 skpd af fiski og er það mestmegnis stór- fiskur; er þetta viðbót í öllum Hafnahr. Hinn 14. ágúst höfðn 400 pakkar af fiski (um 125 skpd.) farið af verkuðum fiski, en eftir eru um 1500 skpd., sem búið er að þurka að mestu leyti, en öilum hulið, hvenær selt verði, eða menn losni við það. Óþurkatíð hefur verið mik- il eins og annarsstaðar — sunnanlands. Sjö fjögramannaför, sem ætluð voru til sumarveiða, liafa ekkert aflað, vegna ógæfta og fiskleysis. Fimm þeirra hafa Solo-vélar, en í tveim eru Vickman-vél- ar; reynast háðar tegundir ágætlega og eru olíusparar. Auk þessara sumarbáta eru 14 slór róðrarskip í Hafnahreppi, llest nýleg; voru 4 þeirra smíðuð 1934, traust og vönduð skip. Yélar þeirra eru »Ford« og reynast þær fremur benzínfrekar, en það ásamt beitukostnaði, er alltof mikill útgjaldaliður fyrir smábátaútgerð, svo hún geti gefið sæmilegan arð. Frysl síld kostaði í vetur um 40 kr., þegar búið var að sækja hana í næsta íshús. í Sandhöfn, (þrautalending), hafa sund- merki verið endurnýjuð. Brijggjngerðin stendur í stað, vegna peningaleysis, en styrkleiki þess, sem komið er, liefnr sýnt sig þannig, að íöll- 11 m þeim veðraham og hafróti, sem kom- ið hefur þessi 2 ár, sem bryggjan hefur staðið, hefur ekki haggast einn steinn, þegar aðrar bryggjur hafa farið, jafnvel < minna ölduróti en getur orðið í Höfn- 11 ni, því þar má víða sjá merki þess, hve gífurlegt brim getur orðið. Bryggjuna þarf að lengja, en þótt hún sé of stutt, hefur lnin þó orðið til ómetanlegs gagns. Hrognkelsaveiðar hafa engar verið, en voru miklar á þessum slóðum, alll fram á síðustu ár. í Ósunum (Ósahotnum) var til skamms tíma afarmikið al' mar- hálmi, en nú er hann horfinn og vcit enginn livað veldur. Aður kom það fyr- ir í miklum frostum, að ís reif með sér marhálminn, er lireyfing kom á ísinn og hann fór að reka, en marhálmurinn óx aftur. Nú er þessu ekki lil að dreifa og þó er hann horfinn. í vetur voru lög og reglugerð um trygg- ingu opinna vélbáta, send öllum sjávar- þorpum sunnanlands en nndirtektir báta- eigenda voru daufar eða engar og má telja peningaleysi til sjóðsstofnunar að- alástæðu, en i Höfnum hefir þó þetla nauðsynjamál komist lengst, fyrir for- göngu Jóns Jónssonar kennara í Hvammi í Höfnum; hefur hann góða von um, að trygging á bátum þar, komist á fyrir næstu vertið. Út af lögum, reglugerð og bréfum, sem send hafa verið til veiðistöðva landsins, síðastliðinn vetur, hefir að eins ein beiðni komið til Samábyrgðar ísland, um trygg- ingu á opnum vélbátum, samkvæmt lög- um frá Aljnngi, en i beiðninni var farið fram á ýmsar breytingar, sem Samábyrgð- in gal ekki sinnt, og varð því ekkert úr ])cssu. Beiðnin var frá Ólafsfirði. í Höfnum jafnt sem annarsstaðar eru menn kviðandi fyrir komandi tirna, vegna tregðu á sölu afurða og annara örðug- leika, sem steðja að. Síðustu árin hefur þurrfiskur Hafna- manna verið fluttur til Keflavíkur og metinn þar; liafa hreppsbúar þar haft hús á leigu, frá því á vorin lil áramóta. í vetur létu nokkrir vélbátaeigendur í Höfnum, smíða slórt og vandað fisk- geymsluhús og lána ])cir hinum rúm í því, fyrir sanngjarna borgun, Meðal ann-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.