Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 9
Æ G I R
167
]
Frá Keflavík fór ég til Njarðvíkur
(innri), að skoða dráttarbrautina þar,
sem verið .er að steypa og er hún mik-
ið mannvirki, enda lilætlasl, að þar megi
geyma um 30 mótorbáta og línuveiða-
gufusldp. Þar er einnig næturvinna i
stórstraumum, því kletta þarf að sprengja
og hreinsa grjót úr fjöru, við yzta enda
brautarinnar. Yæntanlega kemur frekari
l^'sing á brautinni og fyrirkomulagi öllu
i Ægi, þegar hún er fullger.
Akranes. Þangað fór ég hinn 16. ágúst.
Þar varð alli nálega helmingi minni á
vetrarvertíð en 1934, fisklítið og ógæftir.
I sumar hefur aðalvinna verið fiskverk-
un, hafnargerð, lengdur sjóvarnargarður
Haraldar Böðvarssonar, á Breiðinni og
nokkuð unnið að húsasmíði. Fjöldi fólks
fór norður í síld, og fólk heimafyrir hef-
ur haft stopula vinnu við fisk o. fl. vegna
óþurka.
Hinn 18. júlí var fyrst reynt fyrir síld
í reknet; var það mh. »Ver« M. B. 97,
eigandi Haraldur Böðvarsson, sem lagði
á vaðið og fék 40 tunnur. Hinn 17. ág.
var síldarafli hátsins orðinn 1500 tunn-
nr. Aðrir hátar, sem stundað hafa rek-
netaveiði eru: mótorbátarnir »Ármann«
51. B. 5, eigandi Þórður Ásmundsson,
»Báran« M. B. 32, eigandi Sig. Halbjarn-
arson, og »Hafþór« M. B. 33, eigendur
Þorbergur Sveinsson o. fl. Þar lil 14. á-
gúst var öll síldin látin í íshús og fryst.
1 íshúsi Haraldar Böðvarssonar voru
þann dag 2000 tunnur og 18. ágústvoru
1017 tunnur frystar í húsi Þórðar Ás-
mundssonar.
Hinn 14. ágúst var byrjað að salta og
krydda síld, tunnur komu með »Kötlu«
uð norðan og kaupendur voru komnir
a staðinn; voru það stórkaupmaður Magn-
us Andrésson og Gísli Vilhjálmsson, sem
báðir komu að norðan. Hinn 15. ágúst
byrjuðu »Rjúpan« (áður Guðjón Pétur),
eigandi Jón Haldórsson á Hofi og »Vík-
ingur« M. B. 70, eigandi Haraldur Böðv-
arsson, reknetaveiðar og 19. ágúst hætt-
ust við »EgilI Skallagrimsson« M. B. 73
(IJar. Böðv.), »Reynir« G. K. 514, (Har.
Böðv.) og »Valur« M. B. 18, eigandi Ein-
ar Ingjaldsson o. fl.; átti að salta aíla
þessara háta og var eigendum hoðnar
10 kr. fyrir tunnu. Með síldarkaupmönn-
um voru matsmenn tveir, Skoti og Svíi.
Iiinn 17. ágúst höfðu þeir keypt 280 tn.
af kryddsíld, 40 tn. hausskorið og maga-
dregið og 219 tn. saltað. Svo netalaust
var orðið um miðjan ágúst, að sumir,
sem vildu, gátu ekki farið á síldveiðar,
en Haraldur Böðvarsson átti von á net-
um frá útlöndum, sem væntanleg voru
20. ágúst. Hásetar hafa fengið 70 aura
fyrir hverja tn. af síld, sem lögð er i
íshús.
Sum síldarnetin hafa verið of smárið-
in, allt að 19 möskvum á alin. Vanaleg
möskvastærð eru 18, en 17 eða 17VS
möskvi á alin þykir hezt, er salta skal.
Um útgerð þessa má geta þess, að ný
síldarnet (reknet) kosta nú um 70—75
kr.; eru þau felld, 12 faðmar með ldö.
Kaball (gras) er dýr, fæst í rúllum 60 og
120 faðmar; vegur hver rúlla um 50 og
100 kilo og kostar hvert kilo um 1 kr.
Allt úthald til reknetaveiða, þegar mið-
að er við 26 net, verður nálægt 2500 kr.
Þetta er í fyrsta sinni, sem síldarsöltun
fer fram, að nokkru ráði, á Akranesi.
Vegna ótíðar hefur þurkun á flski
gengið mjög illa í sumar. Aflalíæstu bát-
ar á vertíð voru »Hafþór« og »Víkingur«
hvor með um 800 skpd., en minnstur
aíli á hát, voru 200 skpd., en ílestir öíl-
uðu 450—500 skpd.
Fyrir nýja lifur fengu fiskimenn 24,6
aura fyrir liter og' fyrir golu í salt 7 au.
fyrir nr. 1 og 5 aura fyrir nr. 2. Fyrst
á vertíð fengu þeir 10—12 aura fyrir