Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 16

Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 16
174 Æ G I R Af Hjalteyri og úr grend gengu 6 trillu- bátar og 1 eða 2 árabátar með köllum. Aflinn er 22890 kg fiskjar. Frá Akureyri gengu i vor 3 vélbátar til veiða um tíma og svo um 10 trillu- bátar, en allir mjög óstöðugt. Mestallur fiskur af þessum bátum liefur verið seld- ur í bæinn og sveifirnar, einnig nokkuð af Hjalteyrarbátunum, en í salt til út- flutnings mun hafa farið 8890 kg. Þess er vert að geta, að engir stærri bátar né aðkomuskip hafa lagl hér upp á vorinu og sumrinu, enda sést nú hvergi íiskur í verkun á allri Oddeyrinni, þar sem undanfarin ár hafa verið verkuð lleiri þúsund skpd. fiskjar. •— Er þetta ekki lílill atvinnumissir fyrir ýmsa bæjarbúa, einkum konur og unglinga. Ur Grýtubakkahreppi liafa gengið (5 vélbátar, 4 trillur og 1 árabálar að ein- hverju leyti. Þar er aflinn ])é) 173200 kg, að því er skýrslur herma. Bálarnirþað- an munu hafa róið nær uppihaldslaust, enda er aflinn þar langsamlega beztur, að tiltölu við bátafjölda. Ur Flatey ganga 10 trillubátar, en ekki fóru þeir að fiska neitt fyr en í júním. Aflinn er talinn að vera 31200 kg þann 30. júni. Frá Húsavík liafa gengið 9 vélbátar og 4—5 trillur. Eins og í Flatey kom fiskur þar seint svo að nokkru næmi, en þó er ailinnn þar 30. júní orðinn 103840 kg' fiskjar, og siðan virðist afli hafa verið sæmilegur. Trúnaðarmaður minn á Raufarhöfn, sagði mér, að þar mundi verða sáralítil fiskútgerð á þessu sumri, um bátafjölda þar, svo og á Þórshöfn, er mér enn ekki kunnugt, enda liefi ég engar aflaskýrsl- ur fengið þaðan, enn sem komið er og ekki komið við að fara austur þangað. Á Raufarhöfn veit ég þó, að nokkur fiskafli var um síðustu mánaðamót, en ég geri fremur ráð fyrir, að hugur þeirra fáu manna á Raufarhöfn, að minnsta kosti, sem annars stunda þorskveiðar, snúist nú nokkuð um atvinnu við síld- ar bræðsluna þar- og ef til vill sildar- söltun að einhverju leyti, en um það fæ ég vitneskju innan skamms. Svo sem kunnug er hefir engin síld verið söltuð til útflutnings enn, og um síldaraíla í bræðslur er Fiskifélaginu jafn- kunnugt og mér, og sleppi ég því, að minnast frekara á það atriði hér.— Hins má geta, að nokkuð af síld, er þegar komin i frystihús lil gevmslu, scm beilu- síld, munu það einkum smærri bátalög, er hafa selt síldina þannig. Annars er nokkuð siðan, að síld var talin nægi- lega fitumikil lil þess, að vera söltunar- hæf og væri betur, að síldveiðin enlisl í ár þar lil saltað væri það magn, er sðlu- likur eru fyrir. Auk Siglufjarðar, aðalsöllunarstöðvar landsins, er ráðin síldarsöltun á Skaga- strönd, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Hrísey, Litlaárskógssandi, Akureyri, Jötunheim- um og ef lil vill eitthvað lítilsháttar í austurverstöðvunum, Húsavík og Rauf- arhöfn, en um það er mér ekki full- kunnugt enn. — Ég ælla, að svo að segja öll skip hér nyrðra, er til síldveiði eru hæf, niuni stunda þessa veiði, cn auk þeirra býsna mörg »bátalög«, 2—3 smærri vélbátar í félagi um eina herpinót og svo að sjálfsögðu fjöldi báta með rek- net, er þar að kemur, ef breyting vrði á með herpinótaveiðina, en líkur þadti til reknetaveiða. — Væri óskandi, að sildveiðarnar bætti mönnum eitthvað at því, sem á bréstur um þorskveiðarnar. Eins og Fiskifélaginu er kunnugt af bréfi mínu dags. 4. f. m. hefi ég á þcssu ári farið um mestan hluta umdæmis míns. — Eg hefi haldið fundi á nokkr- um stöðum, cn aðallega gert mér lar

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.