Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1935, Qupperneq 11

Ægir - 01.11.1935, Qupperneq 11
Æ G I R 237 ishorn; reynist sending sú þannig, að neytendum líki lnin, telur hann líklegt, að á næsta árí náist allgóður markaður fyrir islenzka fiskinn. Síðastliðið ár, var heildarinnílutningur lil Argentína, uin 4000 tonn af verkuð- um fiski. 1 Brazilíu dvaldi Thor Thors um þriggja vikna tíma, samdi við fisk- kaupmenn i Sao Paulo og Santos um kaup á fiski og tókust þar sölur, en á þeim mörkuðum er við Norðmenn og Bréta að keppa. í höfuðborginni Rio de Janeiro tókst honum einnig að selja nokkuð af liski, en ])ar eru Bretar og Skotar fvrir á mark- aði. með hvílan og fallegan íisk. Hr: Thor Thors fór víðar um lönd þessi í sömu erindagerðum og hefur þá von, að viðskipti takist, sem létt gætu að mun á fiskbirgðum landsmanna og er það gleðilegt á þessum vandræðatím- um, þegar verzlun heimsins er orðin svo, að þeir sem vörur vilja selja, verða að taka vörur en ekki peninga, sem borgun, og þeir sem ekki vilja eða geta tekið móti slíkri greiðslu, geta heldur ekki selt. Heimurinn er farinn að haga viðskiftum, eins og spekúlantarnir, sem hér verzluðu við land höfðu það, fyrir 70—80 árum. Mikla fyrirhvggju og varúð þarf að sýna, til þess að blæfallegur fiskur geti orðið á boðstólum í Buenos Aires, San- tos, Rio de Janeiro, Pernambuco og víðar í Suður-Ameriku, þvi yfir brunabeltið verður að fara, en það er milli hvarf- hauga, 47 breiddarstig eða 2820 sjómíl- ur, beín lína frá norðri lil suðurs, en skipaleiðin er lengri eftir því, frá austri til vesturs. Fisksendingar eru nú geymd- ar í kælirúmum skipa og öll varúð böfð þar og svo munu einnig vera kælihús á þeim slöðum í heitu löndunum, þar sem fiskverzlun er, svo sendingar ættu að geta komið fram þar, eins og þær fara héðan, en er þangað er komið, mun vart veita af duglegum manni, sem send- ur væri til þess að fylgjast með sölu þar, fvrir íslands hönd. Svo lilur út, sem síldarsala fari fram i Argentína, eftir auglýsingu þeirri að dæma, sem birtist i »Skandinavian« 24. sept. þ. á., en »Skandinavian« er viku- blað, sem ritað er á dönsku og gefið út í Buenos Aires. Auglýsingin er gleiðletruð tvidálka og hljóðar svo: Nijlied — Nyhed — Nyhed. Den islandske Kœmpesild Matjessild. Faas direkte hos Importören. Bestilling- er iil Campen, Expedition pr. omgaa- ende. Libertad 460. U. F. 35—2274. Buenos Aires. A. Ilahn. Hvaðan keniur þessi risasild lil Ar- gentina i september, þegar aili brástsvo tilfinnanlega í sumar við Norðurland? Kunningi minn i Kaupm.höfn skýrði mér l'rá auglýsingunni og bað mig ráða gátuna, en það get ég ekki, máske aðrir geti það, en er hér ekki bending, að um síldarmarkað sé að ræða þar syðra ? 20 ,, 1935. Svbj. Egilson. Norðmenn veiða hámeri. Það hefur lengstum verið talið, að liá- merin væri ekki mildls virði, til annars en þess að spilla veiðarfærum sjómanna. Allt fram á okkar tíma hafa hvergi ver- ið stundaðar sérstakar hámeraveiðar, enda þótl Frakkar og ílalir liaíi etið all- mikið af henni, þegar lnin barst á land

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.