Ægir - 01.11.1935, Blaðsíða 15
Æ G I R
241
2. Joðáburður (Solutio jodi spiritu-
osa, Ph. D.) grm. 20: 5 glös.
3. Bórsýrutölur(Tablettae acidibori-
ci) grm. 1,5 X XX: 1 glas.
4. Gult vaselín (Vaselinum euíla-
vini, D. D.) grm. 30: 5 tinbelgir.
(i. Umbúðir.
1. Heftiplástur 2 cm. X 1 m., 2
spólur.
— 5 cm. X 1 m.: 1 sp
2. Sáralín 15 cm.: 2 högglar.
— 30 cm.: 2 bögglar.
— 1 m.: 2 bögglar.
3. Sáralínsbindi 5 cm. X 5 m.: 12
!)ögglar.
— 8 cm. X 5 m.: 0 bögglar.
— 12 cm. X m.: 4 bögglar.
4. Gúmdúkur 50 cm.
5. Sjúkrabaðmull grm. 10: 12 böggl.
— grm. 30: 6 bögglar.
— grm. 60: 4 bögglar.
6. Lásnælur, ýmsar stærðir 12 stk.
D. Áhöld.
1. Mælikanna úr gleruðu pjátri með
mælistrikum og vör, 100 cm.s
2. Sótthitamælir.
3. Hnífur, 15 cm. úr krómstáli.
4. Skæri, 15 cm. úr krómstáli.
5. Flisatöng 15 cm. úr krómstáli.
þá eru ennfremur sérstök lyfjaskrín,
ætluð fyrir sldp, sem bafa yfir 20 skip-
verja eða eru að jafnaði yfir viku í
senn úr höfn. Eiga þessi skip að bafa
lvfjaskrín III.
Farþegaskip, sem ganga milli landa,
skulu bafa lyfjaskrín l\'.
Lyfjaskrin I. skal vera hæfllega stór
pjáturstokkur, með loki á björum og
svo um búið, að það sem i því er, sé
sem bezt varið fyrir vætu.
Lyfjaskrín II, III og IV, skulu vera
bæfilega stórir trékassar, hólfaðir í sund-
ur þannig, að hver lyfjategund sé sér í
hólfi, umbúðirnar sér og áhöldin sér og
svo um búið, að sem minnst luiggist
við hreyfingu skipsins.
I stað lvfjaskrina, má útbúa fasta skápa
á hentugum stöðum í skipunum, enda
séu þeir hólfaðir sundur á svipaðan bátt
og fyrir er mæll um kassana.
Skipaskoðunarmönnuin I>er að líta eft-
ir, þegar lögboðin aðalskoðun fer fram,
að lögboðin lyfjaskrín séu með skipun-
um, og skulu þeir gæla þess, að það sé
búið lyfjum, umbúðum og áhöldum,
samkvæmt fyrirmælum tilskipunarinnar.
Skipstjóra ber að líta eftir að viðbót
sé fengin, ef einbverju er eytt úr lyfja-
skríni skipsins af meðulum eða umbúð-
um.
Þar sem lög þessí koma nú fyrst til
framkvæmda við næstu áramót, er sér-
staklega ástæða fyrir skipaskoðunarmenn
að hafa þau í huga, þegar næsta skipa-
skoðun fer fram. K. B.
Tunglfisk i'ekur.
Þaníi 18. nóvember símaði br. Skarp-
héðinn Gíslason, Kálfafellsstað, Borgar-
hafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu, ti 1
mín, að þar hel'ði daginn áður fundist
rekinn mjög svo einkennilegur fiskur,
sem enginn þar bar kennsl á. Lýsingin,
sem Skarphéðinn gaf mér, var svo greini-
leg, að við nánari athugun gat ekki ver-
ið að ræða um annað en tunglfisk.
Dýrið var 265 cm á lengd, 160 cm á
bæð og ca 40—50 cm á þykkt, og var
giskað á að vægi um 300 kg. Uggar tveir,
annar ofan en hinn neðan, hvor um 75
cm á hæð, og um 60 cm á lengd. Það
sem tók af skarið, að hér var tunglfisk-
ur á ferðinni, var það, að hinn rekni
fiskur var sporðlaus, en kringlóttur fyr-
ir afturendann og með skrápkennda lnið.
Tunglíiskur á heima víða umhöf. Hér