Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1935, Síða 17

Ægir - 01.11.1935, Síða 17
Æ G I R 243 gufukatla með 112 eldholum og kola- eyðsla var 295 tonn á sólarhring, enda þrjár vélar að knýja, 2 fyrir hliðarhjólin og 1 fyrir skrúfuna; sjálft var skipið 25 ])úsund lestir hrúttó og var allt of stórt á þeim tímum. Eftir Ameríkuferðirnar, leigðu eigendur skipið fvrir 1000 slerl- ingspund á . mánuði, og lagðí það síma yíir þvert Atlantshaf, og viðar, en komst svo í hálfgert reiðulevsi. Arið 1884, var það haft sem hótel á mikilli sýningu, sem haldin var í New-Orleans. 1885 var það kolageymsluskip í Gíhraltar og 1880 leigði stórkaupmaður Lewis í Liverpool skipið og héll hæði vörusýningu í því og hafði þar menn til að sýna það sjálft og kom inn mikið ié, því aðgangur var seldur. Síðan var larið með liið stóra skip lil Birkenhead við Merseyíljótið og það selt til niðurrifs. Árið 1891 var húið að rífa skipið og Austri hinn mikli var ekki lengur til, en hinir ýmsu eig- endur hans höfðu tapað á honum sam- tals einni miljón sterlingspunda. Þótt óhöpp fylgdu risaskipi þessu, þá lifir nafn verkfræðingsins Isamhards Bru- nels og meistarans Scolts Russels, sem sá um smíði skipsins., því þeirra frá- gangur á öllu var undraverður. Skipið hafði tvöfaldan hotn og mörg vatnsþétt hólf og var að heita mátti skip, sem ekki gat sokkið og hinir mikla meistarar, sem á síðari árum hafa smíðað hin risavöxnu farþegaskip, hafa sótt margt í teikning- ar Brunels, einkum það er að öryggi lýtur. Skipið var almennt nefnt »Great Eastern« (Austri hinn mikli), vegnaþess, að það var smíðað til ferða til Asíu og Astralíu, sem vörullutningaskip, en þá var Súezskurðurinn ekki grafinn og varð því að fara suður fyrir Afríku, sem er miklu lengri leið, langt á milli kolastöðva og skipið kolahákur með afbrigðum, svo við þær ferðir var liætt. Skipið varð 34 ára gamalt og sætir furðu hve lengi það var á iloti, með öllum þeim vandræð- um, sem að því steðjuðu, frá því það átli að fara á Itot 3. nóvember 1857, þar til síðasta platan var rifin úr því í Birk- enhead, 1891. Stór flyðra. Eftir því sem Eishing News hermir, kom enskur togari nýlega með mjög stóra ilyðru til Hull. Hún hafði veiðst við Norðurströnd íslands. Lengdin var 365 cm, en þykktin ca 40 cm og þunginn 266 kg. Hún var talin 25 £ virði, eða sem svarar rúmlega 550 kr. 'fil samanburðar má geta þess, að ár- ið 1912 kom á markaðinn í Hull flyðra, sem var 272 kg að þyngd, en stærsta llyðra, sem sögur fara af, hefur veiðst við Noreg. Hún var 470 cm löng, en þó ekki nema 240 kg. Stærsta llyðra, sem menn vita lil að veiðst hafi hér áður, vóg eitthvað um 250 kg (Hvalshak, 1905). Það væri lróðlegt að vita eitthvað um aldurinn á svona stórum flyðrum. Ald- ur ílyðrunnar er ákvarðaður eftir kvörn- unum, og er mjög erfitt að lesa liann rétt þegar um mörg ár er að ræða. Flyðr- ur, sem eru þelta 120—135 cm á lengd, eru 13—14 vetra gamlar, en af því mætti giska á, að aldur stóru ílyðrunnar, sem að framan er nefnd, hafi verið ef lil vill nokkrir tugir ára, en um það verður ekkert vitað með vissu. Arni Friðriksson. Margir togarar og línuveiðagufuskip, eru nú komin i vetrarlegu á Skerjafirði. Þar er skjól og góður haldbotn. í frostavetrum leggur fjörðinn og er það hið eina, sem óttast þarf á þeirri legu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.