Ægir - 01.12.1935, Page 4
254
Æ G I R
ast fyrir, ef þess er gælt, að breiða fisk-
inn á grúfu. eftir að hann er orðinn
hæfilega þur fyrir Norðurspán. Þessa
þarf að gæta enn hetur við pækilsalt-
aðan fisk, sem þarf meiri þurk en hinn
staílasaltaði.
Sveinn Arnason.
Dýpi á Hafnarfjarðarhöfn
árið 1778.
Árið 1776, sendi stjórn hinnar konung-
legu islenzku verzlunar, skonnortu liing-
að til lands með vörur. Skipstjóri var
E. H. Minor. Áður en hann lagði í ]>á
ferð, var fyrir hann lagt, að mæla d)7pi
sjávar við strendur íslands á eins stóru
svæði og hann kæmist yfir um sumarið
og búa til sjókort með binu mælda dýpi.
Skipstjóri Minor mun hafa verið mjög
vel að séf í þessari grein, því korl þau,
sem eftir liann liggja, eru snildarverk.
Hann byrjaði mælingar í maí, eftir að
skip hans var affermt og hélt þvi verki
áfram þar til í byrjun september. Næsta
áf (1777) hélt hann mælingum áfram,
eftir að hann hafði flutt hingað vörur
og nolaði tímann á vetrum, eftir liann
kom til Iíaupmannahafnar, til að teikna
og ganga frá kortunum.
Vorið 1878 kom skipstjóri Minor með
vörur til Hafnarfjarðar, eins og árin á
undan og átti að lialda mælingum á-
fram um sumarið, en þá vildi það slys
lil, að liann drukknaði í Hafnaríirði,
hinn 17. maí 1778. Við fráfall hans voru
aðrar ráðstafanir gerðar um ferðir skips-
ins, sem í stað sjómælinga, hélt vöru-
flutningum áfram um sumarið. Mæling-
ar lögðust niður er kunnáttumaðurinn
var fallinn frá og um sjómælingar heyrð-
íst svo ekkert, þar lil 18. ágúst 1786, er
konungur lofar, að þeim skuli haldið á-
fram.
Væri Suðurland að sökkva í sjó, mætti
ætla, að á ílóum og fjörðum, )7rði dýpi
smám saman meira og verður því lekið
upp dýpi á Hafnarfjarðarlegu, eins og
það var árið 1778 og væri innan hand-
ar að mæla það nú, til að fá saman-
burð, hvort grynnir eða dýpkar.
Hafnarfjörður að Hvaleyrarhöfða að
sunnan og að Bala að norðan.
Frá læknum fyrir sunnan Flensborg,
bein lína að lnisi kaupmanns Ferdinand
Hansens. Dýpi árið 1778, miðað við stór-
streymisfjöru, grynnst við grandaendann
l'/o faðmur, en 2 faðmar milli lians og
fjöruborðs fyrir neðan Flensborg. Áður-
nefnd lína liggur um innri stórskipalegu
og er jafndýpi allt upp undir land að
norðan, 3 og 4 faðmar, hvergi grynnra.
Fyrir innán þessa línu er sama dýpi
þar til kemur fáa faðma frá landi, en
þar er það syðst, fram undan Flens-
I)org að Hamrinum, ll/2 faðmur og síð-
an 2—3 faðmar, allan hringinn að Fiska-
kletti, örfáa faðma frá stórstreymisfjöru-
borði; virðist hér um marbakka að ræða,
sem þó var horfinn 1870.
Dýpið fram með ströndinni að norð-
an, frá Fiskaklelti að Langeyri er frá 3
til 47s faðmur. í línu frá Hvaleyrarhöfða
að Langeyri, er minnst dýpi 2 faðmar,
rétt við höfðann og mest 8 faðmar í
miðjum firði, annars 5—6—7.
Fyrir innan síðastnefnda línu var slór-
skipalegan »Huggert Reeden« og dýpi
þar 7—8 faðmar og var á miðjum firði
í línu frá Langeyri á Hvaleyrarbæ.
Sundið, sem fara mátti um á smáskip-
um, milli Helgaskers og Hvaleyrarhöfða
er dýpst (1778) 37» faðmur og 2 faðm-
ar við sjálft skerið.