Ægir - 01.12.1935, Page 5
Æ G I R
255
Skipstj. Minor, hefur teiknað eftirtöld
partakort: Þórshöfn á Reykjanesi, Báts-
endar, Keflavík, Yatnsleysuvík, Straums-
vík, Hafnarfjörður, kort, sem nær frá
Kjalarnestöngum að Mölshöfða, í því
Kollafjörður, Reykjavík (Holmens Havn)
og Skerjafjörður.
Partakort yfir Hvalfjörð, Borgarfjörð
og Straumfjörð. Partakort yfir Búða- og
Stapa hafnir. Kort yfir Grundarfjörð,
Ivolgrafarfjörð, Kumbaravog, Stykkishólm
á Breiðafirði, uppkast af mælingum til
Grindavíkurhafnar, senr hann svo nefn-
ir, liggur eftir Minor, en honum entist
ekki aldur til að ganga frá því.
Þegar þess er gætt, að skipstjóri Minor
vann að þessum mælingum á seglskij)i,
þá sýnir áðurtalið, að hann hefur verið
afkastamaður hinn mesli og er mæling-
ar lians voru rannsakaðar siðar, var sá
dómur uppkveðinn, að þær væru hinar
nákvæmustu, og lofsorði lokið á alll
stai'íið. Að vísu má finna lítilsháttar
skekkjur í staðarathugunum, en þær eru
hverfandi, einkum þegar þess er gætt,
hve mælingatæki þeirra tíma voru ó-
fullkomin.
Hafnarfjörður er grynnri en var, það
er víst, en hve miklu grynnri en árið
1778 mun ekki athugað. Hefur for sú
sem í aldaraðir hefur borist til sjávar
meðHafnarfjarðar og Flenshorgarlækjum
staðnæmstá höfninni oggert hana grynnri
eða hefur ósinn við Óseyri I)orið fram
leðju úr Hvaleyrartjörn, sem runnið hef-
ur í hana úr Hvaleyrarholti, í leysingum
og unnið að því að gera höfnina grynnri?
Sé þetta athugað, má komast að, hvort
Suðurland hafi sokkið í sjó eða lyfst
upp hin síðustu 157 árin.
Rvík, 11. des. 1935.
Sveinbjörn Ec/ilson.
Krækling’ur til matar.
Á þessum krepptímum, þegar fiskverð
er komið niður í 60 kr. bezta tegund og
annar flokkur á 52 kr., sem færir fiski-
mönnum að jafnaði 40 kr. og 32 krón-
ur fyrir hvert skippund, sem þeir geta
selt, þegar búið er að draga frá verk-
unarlaun, og þegar bændur missa mikið
af hústofni sínum úr fjárpezl og erfið-
leikar steðja hvervetna að, þá fara menn
að brjóta heilann um, hvort ekki séhér
á landi eða við landið ýmislegt, sem
nota mætti, hæði sem markaðsvörur og
til manneldis.
Hverju hefur ekki verið íleygt í sjó-
inn á undanförnum árum, sem ónot-
hæfu, verðmæli, sem enginn getur nú
reiknað út hverju nemi, t. d. mestu af
karfa og nálega öllum beinum, þar til
fyrir nokkrum árum að farið var að
hirða þau. Nú er þetta tvennt dýr .verzl-
unarvara og beinin jafnvel orðin dýrari
en sjálfur þorskurinn, eða í það minnsta
gefa fisldmönnum eins mikið í aðra
hönd.
Yið höfum ekki komisí á lag með að
horða saltaða síld og þó er hún holl og
næringarmikil, og sönnunin eru síldar-
kaup annara þjóða. Hið háa verð í búð-
um og víðar hefur fælt fólk frá kaupum,
það skal játað, því kosti, ein síld í húð
frá 15—30 aura, eins og hér var fyrir
nokkrum árum, komst hæzt í 35 aura,
þá kaupir fólk ekki og litlar líkur til,
að það keypti, þótt söltuð sild kæmist
niður í 10 aura, vegna þess að það vill
ekki horða síld og er það sorglegt, því
væri hún almenn fæða hér á landi, má
telja vist, að heilsa manna væri hetri en
hún er almennt talin nú.
Síld má matreiða á margan hátt og
ýmsir síldarréttir eru lierramannsmatur;