Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 11
Æ G I R
261
Mannskaðar og’ eignatjón,
Laugardaginn 14. desember var hér
gott veður fram eftir deginum og mun
svo víða hafa verið hér á landi, þvi
hæði voru menn á sjó og ferðalagi á
landi, í erindum sínum, fé var á beit og
dagurinn líkur öðrum dögum, þar til
ofsaveður hrast á með snjókomu og var
það engu vægara hér syðra, en liið eftir-
minnilega »Halaveður«, sem svo er hér al-
mennt nefnt, 8. febrúar 1925. Fyrir vest-
an hrast veðrið á fyrri parl dags en hér á
Suðurlandi skall rokið á kl. milli 3—4e.h.
í þessu veðri fórust menn, hæði á sjó
og landi. Nóttina milli laugardags og
sunnudags hélzt sama veðurhæðin og
sunnudag 15. des. var stórviðri á norð-
an, en vægara þó enn um nóttina. Yegna
símaslita fréttist ekkert nema frá stöku
stað, en síðari hluta sunnudags og á
mánudaginn fóru hinar sorglegu aíleið-
ingar stormsins að berast til Reykjavík-
ur, og verða þær taldar hér á eftir.
Akranesbáturinn »Kjartan Ólafsson«,
fórst í þessu veðri og var hans mikið
leitað.
Á hátnum voru 4 menn:
Jón Ólafsson skipstjóri, giftur og 3 hörn
uppkomin.
Sonur hans Alexander 17 ára.
Georg Sigurðsson verkamaður, áttikonu
og 4 börn.
Þorvaldur Einarsson ógiftur, 18 ára.
Báturinn var eign Þórðar Ásmunds-
sonar.
Á Vestmannaeyjahöfn hvolfdí léttháti;
í voru tveir menn og drukknaði annar
þeirra, Guðm. Guðmundsson að nafni.
Aðfaranótt sunnudags var togarinn
Sviði frá Hafnarfirði á leið til Aðalvíkur
af fiskimiðum. Sjór gekk þá yfir skijoið
og tók út einn hásetann, Magnús Guð-
mundsson, Reykjavíkurvegi 29 í Hafnar-
firði. Magnús var um þrítugt, var kvænt-
ur og álli 2 börn.
Tveir bátar frá Sauðárkróki lorust.
Á þeim voru sjö menn. Bátarnir hétu
Aldan og Njörður. Leitarmenn frá Sauð-
árkróki fundu lik allra skipverja af Öld-
unni rekin undan Óslandshökkum. Á
Öldunni voru þessir menn: Bjarni Sigurðs-
son form., kvæntur og átti 4 hörn, Björn
Sigmundsson, kvæntur, barnlaus, Ás-
grímur Guðmundsson, hóndi í Fagranesi,
og Magnús Hálfdánarson, háðir ókvæntir.
Ýmiskonar hrak úr Nirði hefir fundist
rekið á Borgarsandi. Þessir menn voru
á Nirði, og voru allir ungir og ókvæntir:
Sigurjón Pétursson form., Margeir Bene-
diktsson og Sveinn Þorvaldsson.
Helgi Gunnarsson, hóndi frá Fagra-
nesi fór frá Sauðárkrókí skömmu áður
en veðrið skall á og ætlaði heim lil sin,
en þangað var stutt leið. Helgi lenti í
hríðinni og hefur ekki komið fram. —
Hannes Benediktsson í Hvammkoti, lagði
á laugardaginn af stað frá Heiði í Göngu-
skörðum og ætlaði yfir Laxárdalsheiði,
en ekkert hefur spurst til hans síðan.
Tveir bátar fórust á Breiðafirði. Var
annar háturinn frá Ytra-Felli á Fells-
strönd og hinn frá Elliðaey. Á bátnum
frá Ytra-Felli voru: Valgeir bóndi, mað-
ur um sextugt, er lætur eftir sig ekkju
sem var ein heima. Með Valgeiri voru
tveir uppeldiss}mir hans, Ólafur Jónsson
og Guðmundur Magnússon.
Á Elliðaeyjarbátnum voru Jón Breið-
fjörð Nielsson, kvæntur og átti 2 hörn,
og Davíð Daviðsson frá Dældarkoti í
Helgafellssveit, sem lætur eftir sig konu
og tvö hörn, kornung.
Á föstudag fór hátur frá Arnórsstöð-
um á Barðaströud að Hallsteinsnesi. Bát-
urinn hefur enn ekki komið fram. Á
honum voru tveir menn.