Ægir - 01.12.1935, Síða 26
276
Æ G I R
Síldveiðarnar.
Um 20. október var síld farin að verða
treg og dagana næstu var stormasamt
og bjuggust menn við að sildin væri með
öllu farin úr Faxaflóa í þetta sinn og
jafnvel alfarin frá landinu, því síldarlít-
ið reyndist síðustu daga mánaðarins. í
byrjun nóvember urðn Vestmanneying-
ar varir við síld milli lands og Eyja og
var þegar reynt fyrir hana með ágætum
árangri. Hefur síld verið uppi á grunn-
miðum síðan, einkum út af Herdísarvík
og þar austur eftir, við Eyrarbakka og
Stokkseyri og virðist (um 23. nóvember)
á hægri ferð vestur með strðndinni og
liafa menn við Faxaflóa sótt góðan aíla
austur með landi og lagt npp til söltun-
ar í Sandgerði, Keflavík og Hafnaríirðí.
og í desember liafa menn veitt síld og
sumir fengið ágætan afla frameftir des-
embermánuði en sjóveðnr hefur verið
misjafnt og hefur mjög dregið úr alla-
hrögðum.
í skýrslu erindrekans í Austfirðinga-
fjórðungi, sem var ísíðasta (11.) hefti Ægis,
er þess getið, að beitusíld hafi verið send
austur l'rá Faxaflóa, en að kvartanir hafi
heyrst um, að hún hafl ekki þótt góð
vara og er það sorglegl, einkum vegna
þess, hve illa stæð þau sjópláss hljóta
að vera, sem ekki geta aflað heitusíldar
sjálf og verða að kaupa hana dýrum
dómum. Það sem hr. Friðrik Steinsson
segir um beitusíld á Austfjörðum er svo
athyglisvert, að eitthvað verður að gera
frekara i því máli, en að skrifa um það
og aðrir að lesa.
Við Faxaílóa hafa menn ávalt reynt
að alla l)eilnsíldar á sumrin, bæði í rek-
net og lagnet og oftast fengið í íslnis sín,
og vonandi verður svo framvegis, að
þóttFaxaílói verði fullur af síld á komandi
árum, verði kjörorðið: „Beitusíld í ishús
fyrslþar á eftir má taka lil óspilltra
málanna að salta og krydda á erlendan
markað.
Margar veiðistöðvar eru illa staddar,
þar sem engin frystilnis ern í nánd. Til
þeirra getur komið síld, sem þeim er
nauðsynleg til beitu, en vanti geymslu
og frystihús, verður hún þeim að litlu
liði og umhugsunarefnið mesta verður,
hvernig þeim eigi að veita lið.
Svb. E.
Aegir
a nionthly review of the fislíeries and fisli
trade of Icelaiul.
Published by : Fiskifélag íslands (The
Fisheries Associaiion of Iceland) Reykjavík.
Results of the Icelandic Codfisheries
from the beginning of ihe year 1935 to
the 1-2Í of dec., calculated in fully cured
state:
Large Cod 37.357. Small Cod 11A81,
Saitlie907, Haddock 181, total 49.926 tons.
Total landings of herring 98} Dec.
Salled 73.757, Matjes 7A52, Spiced 28.335,
Sweetened k.h99, Special cure 19.578 (Bar-
els). To Herringoil Factories 5h9Hhl hecto-
litr.
Gleðilegt nýár og’ þökk fyrir hin
liðnu ár.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson
Ríkisprentsm. Gutenberg.