Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 4
146 Æ G I R greiðir útgerðin. Matsveinn hefir 75 kr. á mánnði aukalega, er það 25 kr. hærra en verið hefur. Fyrsti vélamaður hefur 41l2°lo af hrúttóaila skipsins, þ. e. 2,03°/o hærra en hásetahlutur. Mánaðai'trvgging hans, í hlntfalli við aflavon, er kr. 330.00. Annar vélstjóri hefur 3°/o, sem er 0.53°/o hærra en hásetahlutur og mánaðartrygg- ing hans er kr. 240.00. Frá þessum véla- mönnum dragast einnig 60 kr. fyrir fæði. Þegar tveir bátar eru saman um eina nót, eru háseta- og matsveinakjörin sömu og áður, en fyrsti vélamaður hefur þá 4°/o af brúttóafla og 300 kr. tryggingu að frádregnum 60 kr. fyrir fæði, en annar vélstjóri hefur hásetahlul og 50 kr. á mánuði. Samkvæmt samningum eiga skipverj- ar að vera félagsmenn í félögnm innan Alþýðusambands íslands. Þeir eiga að geta hafl fulltrúa við sölu á afla og kaup vista. Einnig á að greiða þeim aukalega fyrir alla verkun síldar, sem unnin kann að vera um borð í skipunum. Sömu- leiðis fá þeir greitt, samkvæmt kauptaxta hafnarverkamanna, fyrir alla vinnu við hreinsun skipanna o. íl. i byrjun veið- anna og að þcim loknum. Einnig er út- gerðarmaður skyldúr til, eraflinn erseld- ur, að gera að fullu upp við háseta í lok ráðningatíma, en lágmarkskaupið skal greiðast mánaðarlega. Samningur er einnig gerður við skip, sem eru yfir 60 lestir, cg eru kjörin þar hin sömu og felasl í samningi Sjómanna- félagsins við útgerðarmenn línuveiða- gufuskipa, sem gerður var í janúar sl., sem þau skip hafa lögskráð eftir hér sunnanlands, en samkvæmt þeim samn- ingi, ber að greiða hásetum kauptrygg- ingu, sem er 200 kr. á mánuði aukfæðis. Skip og mótorbátar fóru, eftir þetta, að halda norður, en síldarfréttir voru frcmur daufar á svæðinu frá Horni aust- ur að Grímseyjarsundi, en um 20. júní fréltist að mikil síld væri við Langanes og dagana 20.—26. júní var mikill afli sóttur þangað. Einnig fór að veiðast vesl- ar og fékkst ágætur alli á Grímseyjar- sundi um helgina 28. júní. Raufarliafnarverksmiðjan var ekki til- húin til að hefja síldarvmnslu er skip þau, er samið hafði verið við, ætluðu að leggja upp fyrstu síldina, enummán- aðamót júní—júlí, mun allt komið i lag. Laugardaginn 27. júní var bræðslu- síldaraflinn alls 98122 hektól., en á sama tíma í fyrra 56886 hektól. Veiðin skiptist þannig á verksmiðjurn- ar: Verksmiöjan í Djúpuvik................ 10 898 hl. Rikisverksmiðjurnar i Siglufiröi . . 38 850 — Verksm. Steind. Hjaltalins i Sigluf. . 6 813 — Krossanesverksmiðján.............. 11 808 — Dagverðareyrarverksmiðjan .... 13513 — Raufarhafnarverksmiðjan...............12 000 — Verksmiðjan í Neskaupstað .... 4 180 — Er það 76°/o meiri síld en á sama tíma í fyrra. Um helgina 5. júlí var fjöldi skipa, sem ekki gat fengið afgreiðslu vegna þess, hve mikið harst að af síld. Síldarsala til Rússlands. Fyrstu dagana í júlí, sömdu Norðmenn um sölu á 15 þúsund tunnum af síld til Rússlands, hæði stórsíld og vorgotssíld. Síldina á að afhenda síðustu daga júlí- mánaðar, og verður hún send frá Berg- en, Aalesund, Haugesund og Karmöy; verður vorgotssíldin send frá hinum tveim síðast nefndum stöðum. Verð í Noregi er 16 kr. hver tunna af stórsíld, ápökkuð, og 13 kr. ápökkuð tunna af vorgotssíld.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.