Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1936, Side 6

Ægir - 01.07.1936, Side 6
148 Æ G I R gera stntla tilraun með síldarbotnvörpu á svæði því sem merkt er með Y fyrir sunnan Snæfellsnesjökul (kort 147), og safna einu sinni svifi á leiðinni þangað. Undan Jökli ætli svo að taka stefnu á suðaustanvert svæðið, sem mæla skal upp í Grænlandshafi, mæla stöðugt dj'pi og safna svifi á þeirri leið. Þar sem djúpt er á þessu svæði, skyldi hili mæld- ur á mismunandi dýpi. Þegar komið er á svæðið, verður að gera þrennt annað en mæla hitann, nefnilega : 1. að mæla svæðið upp, 2. að gera tilraunir með hotnvörpu (ca. 5 klst.), 3. að gera tilraunir með lóð. Yel má vera, að ekki reynist fært, að mæla allt þetta svæði upp í þessum mán- uði vegna hafíss, og verður þá eitthvað af því að híða, þangað til seinna í sum- ar, en hitt er mjög áríðandi, að gera þar nú þegar veiðitilraunir, þar sem bú- ast má við, að enn þá sé þarna eitthvað af þorski í göngu frá landi. Einnig af þeirri ástæðu verður að hyrja rannsókn- irnar þarna, þrátt fyrir ishættuna. Þegai- störfum er lokið á þessu svæði, eða ekki verður gert meira í l)ili vegna iss, er stefna tekin norður fyrir land eins og sjmt er á korti 147 og teknar nokkrar svifprufur á leiðinni. Bergmáls- dýptarmœlirinn verður stöðugi að vera í gangi. Vera má, að fara verði grynnra norður fyrir, vegna íss, en úr því verð- ur ekki skorið, fyr en þar að kemur. Nú er farið djúpsævis austur með Norð- urlandi, liér um bil eftir 67. baug n.hr. svif tekið öðruhvoru, en auk þess togað á Kolbeinseyjargrynninu og hiti mæld- ur á ýmsu dýpi rétt fyrir vestan það (korl 239). Ferðinni er nú haldið áfram suður með norðurhluta Austurlands, að miklu leyti yfir ómæld eða líll mæld svæði — svo að alltaf verður hergmáls- dýptarmælirinn að vera i gangi — þar til komið er hérumbil útaf Glettinganesi, þá er stefna tekin grunnt með Suð-Aust- urlandi, þar til komið er á svæði I. (kort 239), rétt fyrir sunnan Hornafjörð. Þar þarf að loga ea. 5 klst. á ca. 25—100 m. dýpi, til þess að leila að hrygnandi síld. Þaðan er svo haldið vestur í Meðal- landsbugt, og svæði merkt II. rannsak- að á sama hátt. Astæðan til þessara hotn- vörputilrauna er sú, að um þessar slóð- ir hefur fundist ógrynni af síldarlirfum í júlí—ágúst, svo þarna hlýtur, að minnsta kosti sum ár, að lirygna mikið af sum- argotsíld í júní—júlí. Þegar þessum rannsóknum er lokið, tekur við að mæla upp svæði það, sem merkt er á korti 239, og gera fisktilraun- ir þar, með botnvörpn (ca. 5 togtima) og lóð (ca. 2 lagnir) ef grunn finnast. Síðan er stefna tekin til norðurs, sömu leið og komið var eða því sem næsl og sömu leið vestur með Norðurlandi, en nú þarf ekki að gera fisktilraunir fyr en komið er alla leið vestur á svæðið, sem mælt var í Grænlandshafi, þá þyrfti að gera tilraunir með lóð. Þetta svæði þarf nú að Ijúka við að mæla, þar sem að- staðan ætti að vera betri, þegar hér er komið tímanum, heldur en í byrjunleið- angursins. IV. Niðurlag’sorð. Ef illviðri tefja, eða ef allt það starf, sem hér er nefnt, skyldi reynast ofjarl, timans vegna, verður að hafa í huga, að aðalalriðið er: 1. Mælingar á þessum tveim svæðum, , sem merkt eru á sjókortiuu og gerð eru kortform yfir, og 2. íiskirannsóknir á sömu svæðum sem og tilraunir til að veiða síld, eink- uin á hinum tveimur tilteknu stöð- um við Suðurlandið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.