Ægir - 01.07.1936, Side 12
154
Æ G I R
Ný geymsluaðferð á síld.
Búast má við mikilli breytingu á síld-
arverzlun, þegar geymsluaðferð á nýrri
síld, sem fyrir skömmu er farið að reyna,
verður almennt tekin í notkun. Vísinda-
menn við Torry fiskirannsóknastöðina i
Aberdeen, hafa haft rannsóknir með liönd-
um, er miðuðu að, hvernig auðið væri
að geyma nýveidda sild, langan tíma, án
þess hún skemmdist og hefur þeim tek-
ist að geyma hana þannig í 5 mánuði
og reyndist hún, eftir þann tíma, eins
og hún kom úr sjónum og mátti þá gera
við hana hvað sem menn vildu, hvort
heldur borða hana nýja, salta eða
reykja.
Fram að þessu, hefur það verið trú
manna, að vegna íitunnar, væri ekki
auðið að geyma síld í kælihúsum, svo
ekki skemmdist. Að vísu má lengigeyma
síld, í frysti, sem nota á til beitu, en til
matar hefur hún hingað til reynst óhæf;
aftur á móti má lengi geyma þorsk og
flatfisk í frystihúsum svo ekki saki. Yms-
ar tilraunir hafa áður verið gerðar til
þess að geyma nýja síld, svo hæf væri
til neyzlu, en hingað til hefur það ekki
tekist. Nú er svo langt komið með til-
raunir og teikningar, að verkið, sem eft-
ir er, verður í höndum vélasmiðanna,
því verki hinna snjöllu vísindamanna,
má heita lokið.
Til þess að sildin geymist, eins og til
er ætlast, er kuldinn i geymsluklefum
hafður miklu meiri en áður hefur verið,
þegar síld hefur verið geymd í kælilnis-
um og geti vélfræðingarnir framleitl það
frost í þeim, sem þarf, án þess að kostn-
aður fari fram úr húfi, þá á síldveiðin
góða framtíð fyrir sér. Þá er minni hætla
á, að ofmikið berist á markað og minna
yrði kastað i sjóinn af veiddri sild og
fiskimenn mundu bera meira úr býtum,
fyrir erfiði sitt.
Slíkum frystihúsum, mætti dreifa á
hina helztu staði, þar sem síld er lögð
á land og gæti þá almenningur fengið
n5rja síld til matar allt árið.
Eins og nú hagar til, veiðisl lílið af
síld við Skotland og England á tímabil-
inu, frá miðjum janúar, þar til í maílok
og þann tíma fá fisksalar aðllutta síld
frá Noregi, en almenningur kýs nýja
síld daglega og þegar hún er ekki fá-
anleg, verður annað að koma í staðinn,
en við það minnkar áhugi manna fyrir
hinni ágætu fæðutegund, og afleiðing
verður, minni sala. Um þessar mundir
er einnig unnið að endurbótum á reyk-
ingaraðferð á síld og fylgja flesl sildar-
verzlunarfyrirtæki, tilraunum i þá átt,
með alhygli og vænta hins bezta árang-
urs. (Daily Mail 22. júni 1936).
Samningur við Rússland.
Siðari hluta júnímánaðar stóðu vfir
samningar, að Rússár keyptu 10 þúsund
tunnur af saltsíld frá Lerwick, fyrir 2iS
shilling hverja tunnú, og átti öll síldin
að hafa verið söltuð, fyrir 15. júlí.
Síldarsölunefndin á Peterheadsvæðinu,
hefur fyrirskipað, að frá deginum 22.
júní, megi reknetagufuskip auka neta-
fjölda sinn upp í 70 net, og mótorbátar,
sem reknetaveiðar stunda, hafa 63 net
hver; gildir þetta fyrir Peterheadbátana.
Til þess að koma í veg lýrir, að miður
góð síld komi í netin, hefur nefndin beð-
ið skipstjóra á síldveiðiskipunum, að
kasta ekki netunum fyrir sunnan stefn-
una, aust-suðaustur frá Peterhead. Skip,
sem bregða út af þessu, mega lniast við,
að ýmsir örðugleikar geti framkomið við
sölu síldar þeirra, og það jafnvel, þótl
skortur sé á sild á markaðinum.
(Scotsman 22/u 1936.)