Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1936, Side 14

Ægir - 01.07.1936, Side 14
156 Æ G I R 1902 og var i mörg ár þýzkt skólaskip, og enn mátti nefna það svo, því eigandi hefur þann sið, að laka unglinga á skip- in og láta kenna þeim sjó; eru það yfir- mannaefni og gefa þeir með sér fyrsta eða fyrstu árin. Skipstióri Ericsson gifti sig í september sk, enskri stúlku, og var hún með honum þessa ferð. Enn þykir Bretum svo vænt um hin stóru langferðaskip, þótt engin eigi þeir sjálflr, að þegar skutu þeir saman fé, til að standa straum af björgun hins góða gamla skips, og frú Pamela Ericsson skrifaði ávarp til þeirra og hét, að sex enskir lærlingar skyldu teknir á skip Gustavs Ericsson, kæmist »Herzogin Ce- cilie« á flot, en allar björgunartilraunir reyndust árangurslausar. Eftir strand skipsins 25. april, kom björgunarhátur frá Salcombe að skips- hlið, til að flytja skipshöfn, 30 manns, á land; tók hann meginþorra hennar, en skipstjórinn og kona hans neituðu að yfirgefa skipið og 8 menn vildu ekki yfirgefa þau hjón og urðn eftir. Ericsson marghað konu sína að fara i bátinn, en hún afsagði það með öllu. Þau og hinir 8 menn fóru fyrst á land er skipið var svo hrotið, að um björgun var ekki að ræða, eins og þá stóð á, en alll verður gerl til að reyna að hjarga skipinu, leyfi veður. í hlöðum hér er »Herzogin Cecilie« talið stærsta seglsldp í heimi. Þóll smá- munir séu að leiðrétta það, þá er það ekki svo. Skipið var 3242 hrúttó lestir, en »Magdalene Vinnen« frá Bremen, smiðuð 1892, er 3350 brúttólestir, er enn i förum og siglir mest til Suður-Ame- ríku. Ritstjóri Harald Wig’um. Þriðjudagsmorgun 16. júní sl., vildi til hræðilegt slys í Sogni í Noregi, er far- þegaflugvélin »Havörn« rakst á fjallið Lihesten, í þoku, mölbrotnaði og allir, er i henni voru, fórust. Flugliðið voru 4 menn og farþegar 3, alls 7 menn, og meðal þeirra var ritstjóri hins þekkta blaðs, »Fiskaren«, Harald Wigum. Hann var fæddur á Munkholmen við Niðarós, 21. marz 1890, lók stúdentspróf og gekk á háskóla í 2 ár, en hætti námi og gerð- ist blaðamaður. Um liann segir »Bergens Tidende« svo: Harald Wigum hefur unnið við »Ber- gens Tidende« síðan 1916, eða tuttugu ár, og hefur þar verið meðal hinna dug- legustu starfsmanna. Áhugi hans, víð- sjuii og menntun, hefur verið miklu meiri en almennt gerist. Öll mál, sem lögð voru fyrir hann, lcomust í góðar hendur, hann hugsaði þau og var fljótur að skilja mælgina frá veruleikanum og aðalefninu; skrifaði hann svo um þau, tilgerðarlaust, þannig framsett, að allir skildu, svo um hann má segja, að mál hans var þjónn hugsana hans. Hann var heima á öllum sviðum hlaðamennskunnar, en þó bar mesl á áhuga hans fyrir málefnum og velverð fiskimanna, sem hann látlaust vann að. Áhugi sá vaknaði meðan hann dvaldi í Kristjansund og jókst, eftir að hann kom til Bergen. Áhættan við fiskveiðarnar, var honum ljós, og enginn fréttaritari skrifaði skír- ara um liana, lil hlaða, en hann og hin síðustu 10 árin, var hann hinn góði ráðunautur fiskimanna, sem i kyrþey vann að málefnum þeirra og viðreisn, og átti góðan þátt í stofnun »Norges fiskerlag«, svo það var engin tilviljun, að hann varð ritstjóri hins fyrsta fiski-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.