Ægir - 01.07.1936, Síða 17
Æ G I ft
159
Sundmagi.
Samtals.............. 950 1 fi30
Noregur............. 950 950
Svíþjóð............. » 480
Fiskifélag Islands.
Fiskveiðar Norðmanna.
Vorvertið við Finnmörk lauk 24. júni
sl. Aílabrögð má telja sæmileg. Alls varð
alli, 50.896 tonn og er hið mesta sem
aílast hefur, siðan árið 1926.
Af þessu er hert, 34.815 tonn, (í fyrra
24.244), saltað 12.045 tonn (10.588), rá-
skerðingur 3.010 tonn (2.034), fryst, 510
tonn (186), gufubrætt meðalalýsi 17.618
hektólitrar (18.467), og lifur til anuara
tegunda lýsis, 1.012 hektól. (410).
í Noregi hefur heildaraíli á þessu ári
verið 137.112 tonn, af því hert 66.655 tonn,
saltað 55.980 tonn, gufubrætt lýsi og
aðrar tegundir, 6.798 hektól., gota 29.189
hektólítrar.
A vertíðinni fengust við Finnmörk,
5.918 tonn af 5rsu, þar af hert 4.781 tonn,
fryst, 984 tonn og afgangur hafður til
matar, nýr. Af ufsa aflaðist, 712 tonn og
var hann allur hertur, af karfa 43 lonn,
allt hert, af lúðu 476 tonn, af því söltuð
3 tonn og fryst 473 tonn. Kolaveiði var
33 tonn, sem allt var fryst — og stein-
hítsaflinn, 183 tonn, þar af fryst 28 tonn
og saltað 154 tonn.
Fyrri lielming þessa árs, komu til
Kristianssund, 1.522 tonn af fiski, að
verðmæti, 287.887 krónur og til Aale-
sund, 4.126 tonn, að verðmæti, 855.395
krónur.
Norðmenn hafa þetta ár, lagt meiri
áherzlu á að herða búting en að salta,
sem á rætur sinar að rekja til rikis-
ábyrgðar á verði fyrir hertan fisk, sem
er tiltölulega hærra en fyrir saltfisk; af-
leiðingar eru, að magn af hertum hút-
ung er helzt til of mikið, og eru Norð
menn kvíðafullir, hvort íiskurinn seljist
fyrir það verð, sem þeir þurfa að fá
fyrir hann.
Áætlað er að magn af hertum hútung
sé nú 800 þúsund vigtir, á móti 550 þús-
undum sl. ár.
Hinn 13. júní sl. var heildar útflutn-
ingur á harðfiski, frá öllu landinu, 5.668
tonn, en um sama leyti í fyrra 7.260
tonn; eftirspurn frá Afríku hefur minnk-
að og Ítalíumarkaður er lokaður.
8. júlí var verð á sjávarafurðum, er
hér segir: Lýsi 65—66 krónur tunna, frá
Norðmæri og Norðurlandi. Brúnt lýsi,
25 aurar og síldarlýsi 27—34 aura hvert
kíló. Hrogn, hezta tegund, 50 krónur,
ápökkuð tunna, annar ílokkur, 45 kr.,
og þriðji flokkur 40 kr. Hertur ufsi, slór,
50—60 cm. 45 aura kg og smár 40 aura kg.
Sardínuveiðar hafa aukist mikið við
Frakkland, undanfarið, verð á hrognum
hefur farið hækkandi og útflutningur frá
Bergen aukist að mun, svo farið er að
ganga á hinar tillölulega litlu hirgðir af
þessa árs framleiðslu. Bækjuveiður liafa
gefið af sér, fyrri helming þessa árs, 934.266
krónur; (er það fyrir 1.322 tonu af rækj-
um).
E/s. Columbus.
Þetta skip hét áður »(æmmodore
Bollins«, var brútto 1185 lestir, smíðað
1911. H/f. »Eimskipafélagið Fram« keypti
skipið árið 1934, og kom það liingað i
fyrsta sinni 8. ágúst s. á. og var þá nafn-
inu breytt. Síðau var þvi haldið úti til
vöruílutninga, þangað til um nýjár s.l.
í febrúar var skipinu lagt inn í Sund
og lá þar fram á vor; var það þá selt
lil Svíþjóðar, og fór héðau, sem sænsk
eign, hinn 11. júní s.l.