Ægir - 01.07.1936, Qupperneq 21
Æ G I R
163
Fáeinir stærri vélbátar gengu hér í
vetur og vor, fyrir Suður- og Vesturlaudi.
Mun aflafengur þeirra hafa verið svip-
aður og sunnlenzku skipanna. Þessi skip
lögðu afla sinn á land syðra, og er mér
ekki kunnugt um, liver hann hefur orð-
ið á skip hvert.
Tvö línuveiðagufaskip héðan af Ak-
ureyri, Jarlinu og Ólafur, voru gerð út
til Suðurlandsins. Ætlast var til, að þau
yrðu ca. 3V2 mánuð að veiðum, en þau
hættu eftir ca. 2 mánuði. Annað skipið
fékk um 90 skpd., hitt um 300 skpd. —
Hafa þau siðan legið um kyrt fram að
síldveiðum. — Eitt skip gerði tilraun til
hákarlaveiða, en fékk ekkert, svo þann-
Jg er allt á sömu hókina læii lijá okkur
Norðlendingum með útgerðina, á liðnum
vetri og vori.
Um einstakar veiðistöðvar er þetta að
Hvcimmstangi: Þar er nú engin útgerð,
nema til heimanotkunar.
Skagaströnd: Enn sem komið er, er
þar engin útgerð til þorskveiða, sem
teljandi er, og vafasamt hvort hún verð-
ur nokkur, sérstaklega ef síldarsöltun
yrði þar mikil á sumrinu, sem frekar er
húist við.
Sauðárkrókur og Skagi að austan:
Fað, sem aflast hefir á þessu tímabili,
hefur verið sell í sveitirnar, að minnsta
kosti hefi ég engan afla fengið gefinn
þaðan upp í salt. Þar eru nú 6 trillu-
hátar, sem um getur verið að ræða,
að gangi eitthvað síðar. Veltur það
nokkuð á, hve mikil atvinna þar verð-
Ur við sildarsöltun í sumar og svo eðli-
’ega á fiskigöngum. Talið er, að þorsk-
veiðar verði stundaðar eitthvað, seinni-
Part sumarsins, ef síld yrði lítil og fisk-
Ur fyrir.
Höfðaströndin: Þar eru 11 trilluhát-
ar. en að hve miklu leyti þeir hafa gengið
hl veiða í vor, er mér ekki kunnugt, en
enginn aíli er þar gefinn upp á skýrsl-
um til júniloka. Sennilega hefur allinn
farið til sveitamanna, enda munu fáir
stunda þar róðra, nema sem auka-
atvinnu.
Siglufjörður: Þar er nú nokkuð með
öðru sníði en að undanförnu, þar sem
einir 3 vélhátar eru taldir hafa stundað
þaðan veiði, og þó aðeins lítinn tíma, þvi
enginn afli er þar talinn fram, síðan 1.
júní, en þá er hann talin ein 50 skp.
Ólafsfjörður: Á þessu tímabili hafa
gengið þaðan flest, 10 vélbátar og 27
trillubátar. Er aílinn talinn alls til júní-
loka, 1238 skp.
Dalvík og Upsaströnd: Þar eru 14 vél-
hátar og 5 trillubátar, en ekki hafa vél-
bátarnir, að einum undanteknum, stund-
að róðra, síðan um mánaðarmót maí og
júní og trillubátarnir mjög stopult. Afl-
inn þar á sama tíma talinn að vera
382 skp.
Hríseg: Þaðan hafa gengið tlest 10 vél-
hátar og þó aðeins stuttan tíma, sem sjá
má á því, að aflinn lil júníloka er ein-
ungis 272 skjD.
Árskógsströnd: Þaðan hafa gengið 2 vél-
hátar, stöðugt að meslu og 11 trillubátar.
Aflinn gefinn upp 335 skp.
Hjaltegri og grend: Mikill hluti aflans
þar, einkum í vor, var seldur hingað í
bæinn til neyzlu, en að öðru leyti er þar
talinn afli i salt á þessum tíma, 42 skp.
— 4 trillubátar og eitthvað af árahátum,
— með köflum, — hafa gengið þaðan.
Akuregri: Tvö línuveiðaskip hafa lagt
hér upp afla sinn, sem áður er getið, og
auk þess hafa 6 trillubátar saltað í igrip-
um, svo allur afli í salt er ca. 425 skp.
Grgtubakkahreppur: Þaðan hafa róðrar
verið einna stöðugastir. Gengið að jafn-
aði 5 vélbátar og 3 trillur að mestu. —
Þar er aflinn talinn að vera, 68l skp. í
júnílokin.