Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1936, Síða 6

Ægir - 01.09.1936, Síða 6
192 Æ G I R áll á milli. Hvergi fundum við sextugt dýpi þar, eins og á að vera samkvæmt sjókortum (nr. 147), dýpið var óvíða mikið nndir 200 föðmum. Þetla grynni er í raun og veru liluti af Grænlands- grunninu. Norðmenn hafa rannsakað það allítarlega, og komist að þeirri nið- urstöðu, að góð lúðumið séu þar, eink- um í höllunum niður að Atlantshaíi, og auk þess hefur víða fundist þar mergð af þorski, alveg upp við ytirljorð. Merkasta niðurstaða leiðangursins var það, að okkur tókst að finna karfamið fyrir 'austan land, og það bæði vegna þeirra afnola, sem af því verða fyrir Austurland, en eins al' því, að við skilj- um nú betur en áður mikilvæga þætli í lifnaðarháttum karfans. Við SA-horn landsins, eru sterk straumamót. vanalega hér um bil undan Eystra Horni, Þar tekur Golfstraumurinn land, en Pól- straumurinn mætir honum þegar liann kemur að norðan, suður með Austfjörð- um. Sunnan við þessi takmörk er lieit- ur Atlantshafssjór, en norðan við þau kaldur íshafssjór. Rétt fyrir sunnan tak- mörkin fundum við karfamiðin, sem lesendum Ægis munu nú kunn, en fyr- ir norðan, í kalda sjónum var ekkcrt, nema reitingur af karfa i uppvexti. Það er nú fróðlegt að veita því athygli, að einmilt á Halanum, þar sem bingað lil hafa verið beztu karfamiðin, eru einnig sterk straumamót. Þar rennur Austur- Grænlandsstraumurinn, sem kemur úr íshafinu, suður með austurströnd Græn- lands en Golfstraumnrinn norður með Vestfjörðum, og verða mjög skörp straumamót á milli. Nú má spyrja, hvernig á því standi, að karfinn sé helst, í tuguni eða hundr- nðum þúsunda, eða jafnvel í miljóna- tali, þar sem straumar mætast. Senni- legasla skýringin fæst þegar þess er gætt, að karfinn lifir belzl í beitum sj ó, og er frekar linur lil sunds. A ætisgöngum sínum fylgir liann þá, eftir öllum mörk- um að dæma, heita sjónum, án þess að neyta sundorku svo nokkru nemi, en þar sem tálmanir mæta Golfstraumnum, og sjórinn blandast, eða með öðrum orðum þar sem straumamót eru, safn- ast bann þá fyrir, að minnsta kosti um hríð. Svipuð fyrirbrigði sjáum við á hverju sumri með áluna úti fyrir Norð- urlandi, öllum er það kunnugt, hve mik- il áta er við Langanes, þegar fer að líða á sumarið, enda er þá síldin þar í mjög þéttum lorfum. Ef til vill eru líka átu- hámörkin, sem ég hefi skrifað og talað um að finnist fyrir norðan á sumrin, aðeins fyrirbrigði, sem orsakast af straum- um, en enn þá vantar á því nánari rannsókn. Grálúðu varð víða vart, og á einstaka stað i stórum stíl. Mun nú fiskimála- nefnd vera að leita fyrir sér með mark- aði á þessnm fiski, en þá fyrst, þegar allt er vitað um j)á hlið málsins, verð- ur úr þvi skorið, hvort borgar sig að veiða grálúðu eða ekki. Það eina sem sagt verður að sinni, er það, að líklegt er að megi veíða hana ef til vill í stór- um stíl, hér við land. A þessari ferð voru tekin ýms önnur viðfangsefni til meðferðar, en það yrði allt of langt mál að rekja hér. Á. F. Síldarafli Norðmanna við ísland. Fiskiniálastjórinn í Bergen símar oss í dag var heimflutt af íslandsmiðuin 193 skipum : 115983 saltsild 47230 matjes 21028 krydd 23078 lnmsskorið 401 syk- ursaltað 2123 sérverkað samtals 239833 tunnur. 22/<j Fiskifélag íslands.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.