Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 5
Æ G I R 123 En þá var nótavindan fundinn upp, og er miklu léttara og íljótlegra að kasta með henni heldur en áður var. Undan farin sumur liafa Finnar og Estlending- ar stundað sildveiðar hér við land. Báð- ar þessar þjóðir hafa haft vélar i nóta- bátunum og gefist vel. íslenzku fiski- mönnunum var fljótl ljóst, að Iiér væri um nýjung að ræða, sem íslendingar hlytu að taka upp áður langl liði. Nú er svo komið þessum málum, að vélar hafa verið settar í nótabáta margra tog- ara. Enginn eíi er á því, að stórbót er að hafa vélar í nótabátunum. Bæði er það að menn þurfa ekki að þreyta sig á löngum róðri áður en byrjað er að kasta og eins hitt, að miklu auðveld- ara og íljótara verður að ná i marga torfuna, því hvorttveg'gja er, að sildin er skjót í hreyfingum, en nótabátarnir þungir undir árum. Þegar nótabátarnir eru dregnir með skipsíðunni skvettist jafnan nokkur sjór inn í þá, en þó einkum ef bárusviðr- andi er. Yerður því alllaf annað veiíið að ausa hátana og er það talsvert eríiði, auk þess sem því fylgir nokknr hætta, ef illt er i sjó. Ilefir eigi ósjaldan borið við að slys hafi legið við horð, þegar menn hafa staðið i austri. Stund- um kemur það fyrir að bátana fyllir al' sjó og hvolfa þeir þá úr sér nót og' öllu lauslegu. Oftast tekur það langan tima að ná nótinni innbyrðis og koma bát- unum á kjöl. Nótin rifnar oflast nær meira eða minna, þegar slík óhöpp koma fyrir, og veldur það jafnan frátöfum við veiðar að gera við hana. Nú hefir ungur vélstjóri, Óskar Frið- björnsson, fundið upp áhald, er dælir sjónum úr nótabátunum jafnóðum og hann kemur í þá. Áhald þetta hefir verið sett f nokkra háta og er sagt að það reynist ágætlega. Ef þelta áhald verður sett í alla nótabáta má telja víst, að miklu erfiði verði létt af fiskimönnum íslenzka síldveiðitlotans, en þó einkum þeim, er stunda veiðar á vélbátum, sem geta ekki tekiö báta í davíður. Austur- áhald þetta kostar 150 kr. í hvorn liát, og hefir útgerðin islenzka áreiðanlega oft veifað þyngri hala, en þótl hvert síld- veiðaskip eyði 300 kr. til kaupa á svo þörfu tæki eins og hér er um að ræða. Meðal togaramanna er það almennt talið, að erfiðast sé að landa síldinni, auk þess sem löndun á gamalli síld úr lest er einhver sú óþrifalegasta vinna sem hægl er að hugsa sér. Með völcu- Jögum þeim, sem nú hafa fyrir nokkr- um árum verið setl við löndun, hefir verið stigið stórl skref lil réttlátara horfs miðað við það sem áður var, þegar fiski- mennirnir urðu að skipa í land heilum skipsförmum, ekki ósjaldan rúmum 2000 málum, án þess að fá nokkra hvíld, nema matar og kaffihlé. En nú eru tvær verksmiðjurnar, verk- smiðjan áHjalteyri og Djúpuvík, útbúnar með löndunartækjum og þurfa því skip- verjarnir, sem veiða fyrir þessar verk- smiðjur, ekki að hafa nema mjög lílil af- skifti af uppskipuninni. Með þessu móti geta fiskimennirnir hyrjað óþreyttif að veiða aftur og þar að auki tekur lönd- unin mikið skemmri tíma en áður og skapar þannig möguleika lil þess að aíla meira. 1 upphafi þessarar greinar var þess getið, að í sumar myndu fteiri íslenzk skip stunda síldveiðar en nokkru sinni fyr. Síðan togarar komu fyrst hingað til landsins, hafa aldrei farið jafnmargir á síld og nú. Togarinn Reykjaborg mun ætla að nota fiskimjölsvélarnar, er settar voru í hana í vetur, til að vinna úr allri þeirri síld, er þær komast yfir að hræða. Talið er að vélarnar muni geta hrætl

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.