Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1937, Page 8

Ægir - 01.06.1937, Page 8
126 Æ G I R stunduðu 1051 batur, löðaveiðar 1721 og 1958 haldfæraveiðar. »Ægir« heíir ekki enn fengið nákvæmar fregnir af þvi, hvað aflinn hefir orðið mikill í lok vertíðar, en það mun láta nærri, að hann hafi verið um eða yfir 80 þús. smál. miðað við slægðan og hausaðan fisk. Verð á fyrsta llokks fiski var 12—13 aura pr. kg. Lifur var seld á 18—30 aur. pr. 1. en hrogn á 2—6 aura. Alls voru 241 fiski- kaupmaður í Loföten og var það nokkuð færra en undanfarnar vertiðir, en auk þess láguþar48 kaupför, sem hinir svo- nefndu »uppkauparar« keyptu fisk i. Auk íiskimannanna sækir hópur af verkamönnum norður lil Lofóten á hverri vertíð. I landi er feikna vinna, þegar vel allast, og þarf því mikið lið tit þess að hirða um atlann og gera honum til góða. I vetur fóru miklu færri verkamenn norður lil Lofóten en uin langt skeið áður, og kom það fiskimönnunum mjög í koll. Pegar mest barst að á vertíðinni, var mikill börgull á vinnuliði, og olli það því, að sumir bálar löfðust stórlega frá sjósókn. Auk þess lá oft við að fiskur- inn skemdist mjög verulega, þar sem ekki var hægl að gera að honum fyrr en eftir dúk og disk. 1 sumum verstöðvunum við Lofóten er vatn mjög af skornum skammti og hetir það sín áhrif, hvað snertir fyrstu verkun fisksins. í vetur svarf vatnsleysið svo að, að stundum var ekki hægl að skola af fiskinum, eftir að búið var að gera að honum. Þessi vá hefir vakið á- hyggjur þarna norður frá auk þess, sem luin hefir gert fiskimönnunum stórskaða. Undan farin ár hefir verið unnið að því, að fá hlutaðeigandi aðila til þess að koma þeim ráðstöfunum í framkvæmd, er ætla mætli að gagnaði, lil þess að bæta úr vatnsleysinu. En þrátt fyrir allt hefir ekkert áunnizt, er að gagni mætti koma i þessum efnum, en falið er að reynslan frá seinustu verlíð hafi orðið fiskimönn- um og öðrum svo dýrkeypt, að ekki verði lengur látið skeika að sköpuðu. Lengst af hefir verið erfitt að fá.fiski- mennina í Lofóten til þess að skilja það, hversu þýðingarmikið það er að fiskur- inn sé blóðgaður. Til þess að fyrirbyggja slíkt skeytingaleysi, sem hér er um að ræða, hafa verið gefin út sérstök lög, sem skipa svo fyrir, að allur fiskur skuli blóð- gaður, en sé þessum lögum ekki hlýlt, varðar J)að stórar fjársektir. Til þess að sjá um að lögum þessum væri hlýtt, voru hafðir sjö eftirlitsmenn i verstöðvunum við Lofóten, sem og einnig áttu að leið- beina fiskimönnunum við ýmsa hluti, er snertir fiskveiðarnar yfirleitt og verkun allans. Yfir verlíðina bárust 112 kærur fyrir brot á »blóðgunarlögunum«, og voru margir hinna kærðu látnir sæta hegningu, aðrir fengu aðvörun og áminningu. Þeir, sem hafa þetta eftirlit með höndum, krefjast þess að fiskurinn sé blóðgaður með liníf, þvi það eitl geti leitl til þess, að blóðgunin komi að því gagni, sem henni er æflað. Fjölmargir fisldmenn láta sér nægja með að blóðga fiskinn með önglum eða fiskigoggum, en slíkt getur aldrei orðið nema kák og þessvegna á að kom í veg fyrir slíkt. Eftirlitsmenn- irnir segja að skipaskjækjur og útróðr- armenn, sem ráðnir séu upp á kaup, séu óprúttnastir með blóðgunina. Siðan fiskveiðar hófust við Lofóten, hefir aldrei verið gert þar verkfall fyrr en í vetur. Verkfall þetta skall svo skyndi- lega á, að fiskimennirnir urðu samstund- is að hætla veiðum og halda heimleiðis, þar sem engin tök voru á að losa sig við þann fisk, er þeir myndu geta aílað. Verkamennirnir í landi gerðu verkfallið og var því ekki hægt að fá nokkurn mann til þess að hreyfa fisk úr stafla

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.