Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1941, Qupperneq 4

Ægir - 01.07.1941, Qupperneq 4
174 Æ G I R reynslan liefir einnig orðið sú, að hann liefir ekki reynzt sj ávarútveginum sá bakhjallur, sem stofnendur lians munu hafa ætlazt til. Stofnfé sjóðsins var í öndverðu 100 þús. kr., er ríkissjóður greiddi, en ár- legar tekjur sjóðsins skyldu viera 6 þús. kr. tillag úr ríkissjóði, % af sektarfé fyrir landhelgisbrot og % af andvirði upptæks afla og upptækra veiðarfæra vegna landhelgisbrota. Aðalmarkmið sjóðsins var það sama og enn er, að efla fiskveiðar og sjávarútveg landsmanna með liagkvæmum lánum til skipakaupa. En auk þess voru ákvæði í lögunum, sem gerðu starfssvið sjóðsins rúmmeira en ]jað er nú, þar sem heimilt var að lána fé til veiðarfærakaupa, styrkja efnilega mienn til þess að kynna sér veiðiaðferðir annarra þjóða og hagnýtingu sjávaraf- urða, og lolcs að veita verðlaun fyrir af- burða atorku á sviði fiskveiða og fyrir nýjungar á þeim vettvangi. Þessi ákvæði eru fyrir löngu felld niður úr lögum um Fiskveiðasjóð, en hafa að nokkru leyti verið tekin upp i lög um Fiskimálasjóð. Árið 1907 var fiskveiðasjóðslögunum breytt og þar með ákveðin hámarksupp- hæð, er lána mátti úr sjóðnum, en hún var 50% af vátryggingaruppliæð yeðs- ins, þó ekki yfir 40 þús. kr. út á eitt skip. Lengsti lánstími var þá jafnframt ákveðinn 15 ár. Árið 1930 voru samþvkkt ný lög fyrir sjóðinn og hin eldri lög frá 1905 og 1907 þar með felld úr gildi. Með þessum nýju lögum var stofnfé sjóðsins aukið um 1 milljón kr., er ríkissjóður skyldi leggja fram fyrir 1. júní 1941. Jafnframt voru Fiskveiðasjóði tryggðar nýjar tekjur með lögum þessum, þar sem var %% af öllum útfluttum sjávar- afurðum. Með lögunum frá 1930 var einnig fæirt niður hámark lána i 30 þús. kr. til sama lántakanda, liversu mörg skip, sem hann keypti eða léti smíða, nema ef lántakandi var samvinnufélag fiskimanna, þá mátti lána allt að 30 þús. kr. út á hvert skip. Árið 1938 var fisk- veiðasjóðslögunum enn breytt, og var þá liámarkslán út á eitt skip liækkað aftur í 40 þús. kr. og síðastl. ár var það liækkað í 50 þús. kr. Þegar Fiskveiðasjóður tók til starfa skv. lögunum frá 1930, voru eignir lians um 698 þús. kr., en síðan liafa þær aukizt um 1.524 þús. kr. Við síðustu áramót voru því eignir sjóðsins samtals 2.222 þús. kr. Ef litið er á tekjur sjóðsins síðastl. 10 ár, kemur í ljós, að næstum því þriðjungur af þeim er óvæntur reki á fjöruna, þar sem um er að ræða inn- heimtu af lánum Skuldaskilasjóðs vél- bátaeigenda, en jafnframt sér maður, að framlag ríkissjóðs er aðeins 96 þús. kr. Þar sem ríkissjóður hagaði ekki þessari milljón króna greiðslu, eins og mátt liefði vænta, skorti sjóðinn mjög rekstr- arfé, svo að hann varð að taka einnar milljónar kr. lán erlendis, sem var að ýmsu leyti mjög óhagstætt. Vextir af láninu voru t. d. 6%. Af þessum ástæðum var rekstur sjóðsins mjög torveldaður og viðskiptamönnum hans skapaðir tals- verðir örðugleikar. Mönnum liefir lengi verið Ijós nauðsyn þess að gera Fiskveiðasjóð svo öflugan, að liann væri fær um að veita nægileg lán til þess að bæta úr nauðsynlegri endnrnýjun vélbátaflotans jafnframt eðlilegri aukningu hans. Þá hefir það einnig bagað allmikið undanfarin ár, hve sjóðurinn hefir mjög takmarkað getað veitt lán til stofnunar nýrra fiskiðnfyrir- tækja. Um þetta hefir allmikið verið rætt meðal sjávarútvegsmanna, en erfitt hefir reynzt að fá svo um þokað í þessum efn- um, að vel mætti við una. Þegar hið óvenjulega ástand í heiminum hafði rýrl

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.