Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 8
178 Æ G 1 ft vitað, þegar þetta er skrifað, að skipinu var sökkt með tundurskeyti frá kafbáti, tveim dögum eftir, að það lagði úr höfn héðan, eða 29. júni. Mjög mikil spreng- ing varð í skipinu, og eyðilagði hún meðal annars annan björgunarbátinn, en eftir tvær og hálfa mínútu frá því sprengingin varð, var skipið sokkið. Allar nánari fréttir af 'þessu slysi munu ekki berast hingað, fyrr en þeir, seni björguðust, eru heim komnir. Mennirnir, sem fórust, voru þessir: Einaf"Krístjánsson, skipstjóri, Reyni- mel 44, f. 23. des. 1895. Kvæntur og átti 1 barn. Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður, Hrefnugötu 3, f. 3. jan. 1902. Kvæntur, Jón H. Kristjdnsson, 2. stýrimaðiu', Framnesvegi 56, f. 13. sept. 1911. Ókvæntur. Jón Erlendsson, 2. vélstjóri, Karlagölu 21, f. 25. apríl 1908. Kvæntur og átti 1 barn. Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, aðstoðar- vélstjóri, Brekknstíg 6 A, f. 19. janúar 1917. Ókvæntur. Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamað- ur, Laugavegi 137, f. 5. okt. 1915. Ókvæntur. Karl Þ. Guðmundsson, kyndari, Eski- firði, f. 24. janúar 1922. Matthías Rögnvaldsson, kyndari, Hjalt- eyri, f. 1. september. 1915. Sverrir Símonarson, lempari, Holts- götu 12, f. ,27. september 1921. Hafliði Ólafsson, háseti, Freyjugötu 35, f. 5. maí 1894. Kvæntur og átti 1 barn. Bjarni Þorvarðsson, háseti, Vesturgötu 38, f. 1. júlí 1916. Kvæntur og átti 1 barn. Haraldur Sveinsson, háseti, Ránargötu 6, f. 30. okt. 1907. Kvæntur. Sigurður Eiríkssón Þórarinsson, háseti, Mánagötu 21, f. 7. nóv. 1915. Kvæntur, barnlaus. Viggó Þorgilsson, háseti, Hringbraut 132, f. 2. marz 1919. Ókvæntur. Þessir menn komust af: Sigmundur Guðbjartsson, 1. vélstjóri, Túngötu 43, f. 10. ágúst 1908. Ókvæntur. Ingibergur Lövdal, loftskeytamaður Hringbraut 78, f. 8, sept. 1921. Ókvæntur. Signuindur Pálmason, matsveinn, Þverholt 5, f. 3. maí 1900. Kvæntur og átti 4 börn. Sigurður Ólafsson, aðstoðarmatsveinn, Baldursgötu 28, f. 5. marz 1920. Ókvæntur. Kristján B. Krístófersson, kyndari, Vífilsgötu 19, f. 9. jan. 1913. Kvæntur og á 1 barn. Vladmir Knopf-Miler, háseti, Berg- staðaslræti 17. Fæddur í Kiev í Ukraine 15. apríl 1916. Ókvæntur. Flutningaskipið „Hekla" var eign h.f. „Kveldúlfs" og var 1215 rúml. að stærð. Guðmundur Jónsson á Eyrarbakka. Seint á síðastl. vori, eða 29. maí, and- aðist á heimili sinu á Eyrarbakka Guð- mundur Jónsson fyrrv. oddviti. — Guð- mundur var einn af hinum dugmiklu Hraunssystkinum i Ölfusi, og fæddur var hann að Hrauni 9. sept. 1869. Þess sáust skjótt merki, er Guðmund- ur komst á legg, að hann mundi verða aðfaramaður til allra verka, enda kom það sór vel, því að ungur missti hann i'öður sinn og stóð móðir hans því ein uppi með stóran barnahóp. Ungur að ár- um réðist Guðm. ásamt tveim bræðrum sínum, Magnúsi og Þorláki, í útgerð í Þorlákshöfn.Þau mörgu ár, sem Hrauns- bræður voru samtímis formenn i „Höfn- inni", voru þeir taldir meðal fremstu og dngmestu aflamanna austan fjalls.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.