Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 21
Æ G I R
191
Dýrafjörður.
Einn vélb. stundar handfæraveiðar þaðan
og hefir aflað vel, en smábátaaflinn á þær 12
trillur, er þaðan stunda veiðar, flestar með
handfæri, hefir verið í tæpu meðallagi. Tvö
skip frá Þingeyri hafa lengstum verið við ís-
fiskflutninga í vetur og vor, en stunda nú síld-
veiði. Nýlega hefir eitt 160 rúml. skip bætzt
við flotann á Þingeyri, en það er skonnortan
„Hamóna“, sem Anton Proppé keypti í vetur
frá Ameríku. Hefir skip þetta farið eina ferð
með ísfisk til Englands.
Arnarfjörður.
Þaðan hafa gengið til veiða í vor 6 og 7 þil-
bátar og 12 trillubátar. Hafa bátar þessir yfir-
leitt aflað vel eftir því sem um cr að ræða á
þessum slóðum. Megnið af aflanum hefir verið
lagður í liraðfrystihúsið á Bíldudal, nokkuð
selt í ísfiskflutningaskip og örlítið saltað. —
Sex þiljaðir vélbátar frá Bildudal stunda nú
dragnótaveiðar og hafa aflað sæmilega upp á
síðkastið.
Tálknafjörður.
Þaðan gengu 8 vélbátar i vor og öfluðu á-
gætlega framan af. Talsvert af aflanum var
saltað, en nokkuð selt i ísfiskflutningaskip og
hraðfrystihúsið á Patreksfirði. Einn vélb. frá
Suðureyri stundar dragnótaveiðar í sumar.
I’atreksfjörður.
Stóru vélbátarnir þar byrjuðu veiðar í
marzmánuði, en hinir minni upp úr páskum
og um sumarmál. Úr verzlunarstaðnum hafa
gengið til veiða 7 þilfarsbátar og 12—15 opnir
vélb. Góðfiski hefir yfirleitt verið á þessum
slóðum og einkum var ágætur afli á smábát-
ana framan af vori. Nokkuð af aflanum hefir
verið saltað, en mikið látið í hraðfrystihúsið,
og síðari hluta vors var talsvert selt í isfisk-
flutningaskip. Hæstur vorhlutur á stóru bát-
ana er sagður nema um 2 500 kr., en opnu
vélbátarnir höfðu sumir náð um 2 000 kr. hlut
í júlíbyrjun. —■ Síðan í vor hafa 3—4 þilfars-
bátar stundað dragnótaveiðar og tveir þeirra
að staðaldri. Um miðjan júlí hafði vélb. „Fylk-
ir“ aflað fyrir 36 þús. kr„ og mun þá hafa
verið aflahæstur þeirra báta í Vestfirðinga-
fjórðungi, er dragnótaveiðar stunda.
Víkur.
Þar hefir verið ágæt veiði í vor og aflahlutir
orðið óvenju góðir. Hafa Víkurmenn oft getað
komið afla sinum í ísfiskflutningaskip og því
fengið fyrir hann ágætt verð. Þeir hafa þó
saltað allmikið og selt nokkuð í hraðfrysti-
húsið á Patreksfirði. Bátur einn úr Breiðuvik
hafði um miðjan júli fengið um 3 000 kr. til
hlutar, og var hann aflahæstur af þeim bát-
urn, er veiðar stunda úr Víkum.
Fréttir úr verstöðvunum.
. 31. júlí 1941.
Góðar gæftir voru þar í júnímánuði. Fleiri
bátar stunda nú dragnótaveiðar þar en nokkru
sinni áður. Veiðisvið þeirra er innan við tund-
urduflasvæðið, og geta þeir því veitt óhindrað
®f þeim orsökum. Mjög fáir þiljaðir vélbátar
stunda nú veiðar með lóðum, enda geta þeir
ekki sótt til veiða á sín venjulegu mið, vegna
tundurduflalagna á þeim slóðum. Sumir þess-
ara báta hafa því farið til Norðurlands, eink-
uiu Þórshafnar, og stunda veiðar þaðan. Síld
hefir sama og eklcert veiðst eystra, aðeins ör-
Htið i stauranætur, en þó hvergi nærri til þess
að fullnægja beituþörfinni. Á það meðal ann-
ars sinn þátt í því, hve lítið þiljaðir vélbátar
hafa stundað línuveiðar. — Opnir vélbátar
stunda aðallega veiðar með línu og nota mest
skelfisk til beitu (kúskel og krækling). Á und-
anförnum árum hafa þessir bátar stundað
mjög mikið veiðar með handfæri, en í sumar
hefir þessi veiði að miklu leyti brugðizt fyrir
Austfjörðum. — Megnið af aflanum hefir verið
selt í ísfiskflutningaskip, og hefir oftast verið
nægur færeyskur skipakostur i stærstu veiði-
stöðvunum, en aftur á móti hafa hinar smærri
veiðistöðvar, þar sem einvörðungu eru opnir
vélbátar, orðið út undan i þessu efni. Hefir
það orðið þess valdandi, að veiði er þar minni
en ella myndi. Salt er af skornum skammti og
mjög dýrt, og eru menn því hikandi að veiða
fisk í salt.
Vestmannaeyjar.
Þar hefir verið mjög sæmileg veiði síðustu
viku mánaðarins. Hafa sumir hátanna aflað
upp undir 10 smál. á tiltölulega skömmum
tíma, eftir því sem um er að ræða að sumrinu
til á þessum slóðum. Mikið af aflanum hefir