Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1941, Síða 8

Ægir - 01.07.1941, Síða 8
vitað, þegar þetta er skrifað, að skipinu var sökkt með tundurskeyti frá kafbáti, tveim dögum eftir, að það lagði úr liöfn liéðan, eða 29. júni. Mjög mikil spreng- ing varð í skipinu, og eyðilagði hún meðal annars annan björgunarbátinn, en eftir tvær og hálfa mínútu frá því sprengingin varð, var skipið sokkið. Allar nánari fréttir af þessu slysi munu ekki berast liingað, fyrr en þeir, sem björguðust, eru heim komnir. Mennirnir, sem fórust, voru þessir: Einar Kristjánsson, skipstjóri, Reyni- mel 44, f. 23. des. 1895. Kvæntur og átli 1 harn. Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður, Hrefnugötu 3, f. 3. jan. 1902. Kvæntur, Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður, Framnesvegi 56, f. 13. sept. 1911. Ókvæntur. Jón Erlendsson, 2. vélstjóri, Karlagötu 21, f. 25. apríl 1908. Kvæntur og átti 1 barn. Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, aðstoðar- vélstjóri, Brekkustíg 6 A, f. 19. janúar 1917. Ókvæntur. Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamað- ur, Laugavegi 137, f. 5. okt. 1915. Ókvæntur. Karl Þ. Guðmundsson, kyndari, Eski- í'irði, f. 24. janúar 1922. Matthías Rögnvaldsson, kyndari, Hjalt- eyri, f. 1. september. 1915. Sverrir Símonarson, lempari, Hölts- g'ötu 12, f. 27. september 1921. Hafliði Ólafsson, luiseti, Freyjugötu 35, f. 5. maí 1894. Kvæntur og átti 1 barn. Bjarni Þorvarðsson, báseti, Vesturgötu 38, f. 1. júlí 1916. Kvæntur og átti 1 barn. Haraldur Sveinsson, háseti, Ránargötu 6, f. 30. okt. 1907. Ivvæntur. Sigurður Eiríksson Þórarinsson, háseti, Mánagötu 21, f. 7. nóv. 1915. Kvæntur, barnlaus. Viggó Þorgilsson, háseti, Hringbraut 132, f. 2. marz 1919. Ókvæntur. Þessir menn komust af: Sigmundur Guðbjartsson, 1. vélstjóri, Túngötu 43, f. 10. ágúst 1908. Ókvæntur. Ingibergur Lövdal, loftskeytamaður Hringbraut 78, f. 8. sept. 1921. Ókvæntur. Sigmundur Pálmason, matsveinn, Þverboll 5, f. 3. maí 1900. Kvæntur og átli 4 börn. Sigurður Ólafsson, aðstoðarmatsveinn, Baldursgötu 28, f. 5. marz 1920. Ókvæntur. Kristján B. Kristófersson, kyndari, Vífilsgötu 19, f. 9. jan. 1913. Kvæntur og á 1 barn. Vladmir Knopf-Miler, báseti, Berg- staðastræti 17. Fæddur í Kiev í Ukraine 15. apríl 1916. Ökvæntur. Flutningaskipíð „Hekla“ var eign b.f. „Kveldúlfs“ og var 1215 rúml. að stærð. Guðmundur Jónsson á Eyrarbakka. Seint á síðastl. vori, eða 29. maí, and- aðist á heimili sínu á Eyrarbakka Guð- mundur Jónsson fyrrv. oddviti. — Guð- mundur var einn af hinum dugmiklu Hraunssystkinum í Ölfusi, og fæddur var bann að Hrauni 9. sept. 1869. Þess sáust skjótt merki, er Guðmund- ur komst á legg, að liann mundi verða aðfaramaður til allra verka, enda kom það sér vel, þvi að ungur missti hann l'öður sinn og stóð móðir lians því ein uppi með stóran barnahóp. Ungur að ár- um réðist Guðm. ásamt tveim bræðrum sínum, Magnúsi og Þorláki, í útgerð í Þorlákshöfn.Þau mörgu ár, sem Ilrauns- hræður voru samtímis formenn í „Höfn- inni“, voru þeir taldir meðal fremstu og dugmestu aflamanna austan fjalls.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.