Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1941, Qupperneq 12

Ægir - 01.07.1941, Qupperneq 12
182 Æ G I R ist að þessu atriði, því að hinn margra alda verzlunarfjötur var einmitt um þetta Ieyti að falla af þjóðinni. Hún þráði þvi að mega verzla þar, sem lienni þótti áhatasamast, þar sem vörurnar voru beztar og ódýrastar. — En þrátt fyrir það, að margir létu áðurnefnd sjónar- mið marka afstöðu sína til málaleitunar Frakka, voru Iiinir þó miklu fleiri, sem lögðust ákaft gegn því, að Frakkar fengju liér nokkur yfirráðasvæði, hvorl heldur var í þágu úlgerðar eða verzlunar. Þcssi andúð álti fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að fóllc óttaðist, að þeir mundu færa sig upp á skaptið og kló- festa fleiri staði, er stundir liðu fram. Og hefði svo undið fram, mátti vænta þess, að hér yrði allmargt franskra manna, og áhrifa þeirra mundi á ýmsa lund gæta í svo ríkum mæli, að lil ófarnaðar yrði fyrir þjóðina í lieild. Einnig var hent á það i þessu sambandi, að fyllstu líkur væru til þess, að íslend- ingar mundu tapa þeim saltfiskmörkuð- um, er þeir voru að bvrja að ná í Suður- löndum, ef Frakkar fengju aðslöðu til að verka liér fisk í ríkum mæli. Mál þetta var all mikið rætl i blöðum og tímaritum og kom víðast fram andúð gegn því, þótt skoðanir manna væru all misjafnar. Engirin mun hafa rilað jafn einarðlega og afdráttarlaust um þetta mál og Jón Guðínundsson ritstjóri. Mun hann hafa ýtt nokkuð undir þá rimmu, sem varð um mál þetta meðal þing- manna. Hann taldi, að Alþingi ætti í engu að sinna þessu máli, þar sem það væri ekki komið frá frönsku stjórninni. Taldi hann vanvirðu fyrir þirigið að vera að gera ályktun í máli, sem væri senl því af einhverjum Pélri eða Páli utan úr viðri veröld. Jón Sigurðsson forseti og ýmsir fleiri þingmenn and- mæltu þessari skoðun og töldu sjálfsagt og nauðsynlegt, að einmitt slíkt mál væri afgreitt með einhverskonar ályktun, sem konungur og ísl. stjórnardeildin í Höl’n gæti sluðst við, ef leitað væri liófanna um þetta mál þar. Svo virðist sem Jóni Sigurðssyni hafi verið legið á liálsi fyrir þessa skoðun sína, og andstæðingar hans liafi jafnvel viljað læða því irin hjá landsmönnum, að hann liafi verið þvi hlynntur, að Frakkar kæmu hér upp fiskverkunarstöð. En þótt þeir nafnarnir — Jón ritstjóri og Jón forseti — hafi ekki verið ó einu máli um, hversu Alþingi skyldi afgreiða þetla mál, fór þó afstaða þeirra til málaleitunar Frakka mjög saman. Afgreiðsla málsins á þingi 1855, var ó þann hátt, að því var fyrir tilslilli konungsfulltrúans og Jóns Guðmunds- sonar ritstjóra, visað til konungs mcð svoliljóðandi ályktun: „Alþingi lýsir því yfir, að þctla mál, sem snertir innhvrðis þjóðarviðskipti, og þess vegna hlýtur að afgreiðast á þanu hátt, að hlutaðeigandi stjórnir semji um það sín á milli, sé að öllu levti fyrir utan þann verkahring, sem löggjöfin liefir ákveðið þinginu, og visar því heiðendum lil hinnar dönsku stjórnar“. En þó ályktun þessi væri samþykkt var málið eigi úr sögunni og afskijitum Isl. af því ekki lokið. Meðal landa í Höfn var mál þetta mjög mikið rætt, og tóku ísl. stúdentar iþar málið fvrir til uinræðu haustið 1856. Hinn merki landi vor, Þorleifur Repp, gekkst fyrir því að efnt var til fundar um málið. Vildi hann láta safna áskorun- uni til konungs, um að banna allt slíkt nýlendunám úllendinga á íslandi, og að hverjum íslending væri bannað að af- henda útlendingum nokkurn jarðar- skika. Aðalstuðningsmaður Rejijis var Arnljótur Ólafsson, en til andsvara varð

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.