Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1954, Page 6

Ægir - 01.04.1954, Page 6
68 Æ G I R Þegar samtök skipstjóra og stýrimanna hefjast. Einn af Reykjavikurskipstjórum sumarið 1893 var Ásgeir Þorsteinsson frá Kjörvogi á Ströndum. Hann fór með skip fyrir Geir Zoega. Þorsteinn í Kjörvogi, faðir Ásgeirs, hafði lært járnsmíði erlendis. Hann þótti af- bragðs völundur í höndum, og sérlega hug- kvæmur. Hafa ýmsir hlutir verið tilgreindir, sem hann hafi fyrstur manna smíðað hér á iandi. En svo til nýlega rakst ég á heimild, sem erfitt er að hafa að engu, þar sem frá því er greint, að Þorsteinn Þorleifsson í Kjörvögi hafi smíðað gufuvél og sett í skiþ norður á Ströndum, en hún hafi ekki komið að notum sökum þess, hve afllítil hún var. Nú er það haustið 1893, að Ásgeir, sonur völundarins í Kjörvogi, hefst handa um það, að fá skipstjóra í Reykjavík til þess að bind- ast skipulegum samtökum. Laugardaginn 7. október hittast rösklega tuttugu skip- stjórar og stýrimenn á þilskipum í Reykja- vik og stofna Ölduna, en það er elzta stéttar- félag sjómanna í höfuðstaðnum. Þegar hér var komið sögu, var þilskipaútgerðin orðin stærsta og eftirsóttasta atvinnugreinin í bænum. Vegna hennar komu menn víða að í atvinnuleit til bæjarins. Margir fóru til sinna heima að vertíð lokinni, en sumir settust um kyrrt, urðu landnámsmenn og reistu sér lit- inn steinbæ eða timburhús vestur í bæ eða inrii í Skuggahverfi. Enn var stærsta Reykja- víkurskipið ekki nema 36 rúml. Með fágætri sparsemi og nýtni hafði þessi útvegur getað haldið í horfi, en ekkert mátti upp á koma, svo að ekki bæri af leið. Geta má þess sem dæmi um það, hve litgerðarmenn voru að- sjálir með að leggja í kostnað, að á sumum skútum var ekki nema einn pottur og einn ketill til allrar eldamennsku, og ef annað hvort bilaði var ekki um annað að gera en sigla til liafnar og fá gert við það. Enn er lifandi Reykvíkingur, sem sinnti kokksstörf- um við slíkar aðstæður á vertiðinni 1888. Verðlag á fiski var og heldur óstöðugt um þetta leyti. Eitt sinn á þessurn árum jafn- gilti t. d. skippund af verkuðum saltfiski rúgmjölspoka. Islendingar höfðu til þessa haft lítil kynni af stórhöppum. Þeir undu því, ef aðeins hnikaði fram á leið til betri efna- hags og bættrar afkomu. Reynsla Reykvík- inga var sú, að skrimta mætti af með til- styrk skútanna, en métra þó og mæla við sparsemdarsnúru allt í sig og á. En þrátt fyrir það fór vorbiær um hug þeirra, og landnámsfólkið undi einnig hag sínum, vann myrkra á milli, þegar þess var kostur, enda ekki óvant því i heimahögum. Eldar fyrir nýjum degi. Undanfarin ár hafði eldað fyrir nýjum degi í lífi Reykvíkinga, en að vísu orðið langdrægt nrilli eyktarmarka. Loks gerðust þrír atburðir árið 1893, sem ýttu á eftir hægaganginum, svo að fyrr en varði var konrið að dagmálum. Markús Bjarnason hafði útskrifað fvrstu nemendur Stýri- mannaskólans. Tryggvi Gunnarsson var gerður að bankastjóra Landsbankans. Stofnað var félag skipstjóra og stýrimanna, Aldan. Mönnum hættir við að sniðganga þau túlkunarrök, sem þessir atburðir fela í sér og ýmsir aðrir atburðir í sögu Reykjavíkur næstu tvö árin. Án tillits til þeirra og skiln- ings á þeim væri þróunarsaga Rej'kjavíkur torráðin. Að heita má samtímis og Tryggvi Gunn- arsson hefur fengið forráð í Landsbanka íslands, hefst hin svonefnda kútteraöld. „Margrét“ og „Toyler“ sigla fyrstir í höfn. Þessir kútterar eru um 80 rúmlestir eða rösklega helmingi stærri en stærstu skúturnar, sem fyrir eru. í kjölfar þeirra koma árlega allt fram yfir aldamót skip af svipaðri stærð og sum stærri. Árið 1906 eru reykvísku þilskipin orðin 42, og fleiri urðu þau aldrei. Fjórir áratugir voru þá liðnir síðan Reykvíkingar eignuðust fyrsta þilskipið. Tryggvi Gunnarsson lagði að vísu ekki klyfjar gulls á borðið með sér i Landsbank- anum, en hann var næmur fyrir þeim veðra-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.