Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1954, Page 7

Ægir - 01.04.1954, Page 7
Æ G I R 69 Stofnendur Öldunnar 1893. Efsta röð frá vinstri: Bergur Sigurðsson, Þorsteinu Þorsteinsson, Markús Bjarnason, Þorvaldur Jónsson, Þorlákur Teitsson, Pétur Þórðarson, Bergur Jónsson og Marteinn Teitsson. Miðröð: Guðmundur Stefáns- son, Páll Hafliðason, Guðmundur Kristjánsson, Hannes Hafliðason, Jens Nyborg, Pétur Þórðarson og Sigurður Símonarson. Fremsta röð: Finnur Finnsson, Sigurður Jónsson, Jón Þórðarson, Stefán Pálsson, Asgeir Þorsteinsson, Magnús Magnússon, Ellert Schram, Stcfán Snorrason og Björn Sveinsson. brigðum, sem lágu í loftinu. Hann skorti hvorki þrek né manndóm til þess að snú- ast við þeim, né heldur áræði til þess að fara ótroðnar slóðir. Þegar allt þetta fór saman svo og forráðaaðstaða hans í Landsbanka íslands, hlaut að muna meira en lítið um liðsemd hans við útvegsmál Reykvíkinga. Hann gerþekkti rekstur litlu skútanna, vissi hvað af honum hafði flotið til hagsældar bæjarbúum, en honum voru heldur ekki ókunnir annmarkar þessara skipa. Hann fylgdist einnig vel með þeirri breytingu, sem Englendingar voru að gera á sínum útvegi. Þeir lögðu nú upp hverjum stórkútt- ernum á fætur öðrum og fengu sér gufuskip i þeirra stað. Nú var um að gera að missa ekki af brezku skipunum heldur neyta allra fanga til þess að eignast sem flest þeirra. En þá sem fyrr var gagnslaust að eignast skip, ef enginn kunni að stjórna. Og nú komu piltarnir hans Markúsar Bjarnasonar að góðu liði. Þeim fjölgaði með hverju ári. Án þeirra hefði aldrei hafizt kútteraöld í Reykjavík, án þeirra væri Reykjavík ekki nema svipur hjá sjón sem hún er í dag. Öldufélagið, sem ekki var stéttarfélag í nútímaskilningi, gáraði í kringum sig og magnaði aðra til samtaka. Auðsýnilegt er, að það er fyrir óbein áhrif Öldufélagsins að Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa er stofn- að árið 1894 og Sjómannafélagið Báran ári siðar. Af kútterútgerðinni var yfirleitt hagn- aður og hans sá fljótt staðar í bættri af- komu útgerðarmanna, en sjómennirnir sátu enn við sama borð og meðan þeir voru á litlu

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.