Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1954, Side 9

Ægir - 01.04.1954, Side 9
Æ G I R 71 til „humbugs" fyrirtækja. En þetta tom- bolufyrirtæki er eitt af þeim, sem maklegt er og vel vert að styrkja. Þilskipaútvegur- inn er einhver helzta framtíðarvon landsins, og ætti allt, sem að honum hlvnnir, að njóta hylli og stuðnings almennings.“ Er ekki að orðlengja um afdrif þessa fyrirtækis. Styrktarsjóðurinn efnaðist á því um röskar 600 krónur. Elzti gjaldkeri Öld- unnar, sem nú er á lífi, hefur sagt mér, að sér falli aldrei úr minni með hve þakklátum huga ekkjur og börn félagsmanna hafi veitt móttöku gjöfum úr sjóðnuin, en þær voru ætið færðar fyrir jól, og voru fyrstu árin ekki nema 10—15 krónur á heimili. Síðan hefur allmikið fé runnið í þennan sjóð og úr honum, en fyrst var styrkur veittur úr honum 1898, og árlega síðan. Breytt viðhorf. Sama árið og styrktarsjóður Öldunnar var stofnaður, kom Bjarni Sæmundsson alfar- inn lieim til íslands með prófi frá Hafnar- háskóla. Honurn var þegar i upphafi styrkur að Öldufélagsskapnum við rannsóknastörf sín, og Öldumönnum var fengur að Bjarna, því að hann var tíður gestur á umræðu- fundum þeirra og hafði þá þegar margt fróð- legt fram að færa. Enn var þetta sama ár stofnað félag út- vegsmanna við Faxaflóa. Þeir fundu, að urgur var í sjómönnum yfir þeim kjörum, sem þeir áttu við að búa. Fyrsta verk þessa félags var að ákveða einhliða ráðningarkjör sjómanna á þilskipin. Samkvæmt þeim skyldu hásetar hafa hálfdrætti, en skip- sljórar 2 kr. af skippundi fullverkaðs fisks umfram hálfdrættið. „Borgun skal greiða skipverjum í þeiin gjaldeyri, sem um semst,“ stóð í þessum ráðningarkjörum útgerðar- manna. Þetta var að vísu ekki ný bóla fyrir sjómenn. Þeir höfðu ekki vanizt öðru en að fá andvirði fisksins í úttekt, eins og það var kallað. Þegar spurt var um verðið á fiskin- um, var vana svarið á þessa leið: „Um það verður ekkert vitað fyrr en eftir nýár að veikningar korna og grósserarnir hafa verð- lagt hann.“ En hér merkti grósseri hinn er- lendi fiskkaupmaður. Þetta ár bað nemandi í Stýrimannaskólanum útgerðarmann sinn um fimm krónur til skriffangakaupa, en fékk í fyrstu afsvar. „Nú hvað er þetta, ég sein á inni eitt liundrað krónur,“ sagði nemandinn, og bætti síðan við: „Hvernig farið þið að kaupa skip árlega, ef þið hafið aldrei peninga?“ „Það gerist allt með milliskriftum,“ svaraði út- gerðarmaðurinn. Árið eftir hitti útgerðarmaður einn af sjó- mönnum sínum á götu og segir við hann: „Er það satt, að þú sért búinn að panta föt hjá honuin Andersen?“ „Já, það er satt, mig langaði til að eignast almennileg föt áður en ég útskrifaðist af skólanum, og þú veizt að ég á inni fyrir þeim,“ svaraði sjómaðurinn. „En þú veizt, að ég hef nóg sifjót og saumakonur og kostar bara tuttugu krónur að sauma,“ mælti útgerðarmaðurinn og var þungi í röddinni. „Hvað er þetta, þú ferð þó ekki að gera mig að svikara við hann Andersen, hann sem á átta börn.“ „Hjá mér er nóg sifjót og saumakonur á lager og svo heldurðu, að þú getir hlaupið til skreðara og pantað föt fyrir peninga. Það er tómt mál að tala um það við mig,“ og þar með hafði útgerðarmaðurinn kvatt sinn skútumann. Bágt þótti sjómönnum að búa við slika kosti. Þeir stofnuðu því sjómannafélagið Báran árið 1895. Fyrsta kveðjan, sem þessi samtök fengu opinberlega, var ekki sérlega hlý, en hún var á þessa leið: „Sjómenn, sem reka atvinnu á þilskipum og eiga heima í Reykjavík, hafa að sögn gert samtök sin á milli til að krefjast hærra kaup- gjalds og annarra vildari kosta af hálfu út- vegsmanna en þeir hafa áður haft. — Það mun þó vera hyggilegast fyrir þá að fara hóglega, þar sem það er kunnugt, að þil- skipaútgerðin hefur naumast eða alls ekki svarað kostnaði sum síðustu árin, enda mun útgerðarmönnum innan handar að fá næga háseta á þilskipin frá Færeyjum, sem verða

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.