Ægir - 01.04.1954, Side 12
74
Æ G I R
Frá Lófót.
Engar rannsóknir eru fyrir hendi um
styrkleika árganganna frá þessum tíma.
Hins vegar er um slíkt að ræða á árunum
1925—1930, þegar aflinn jókst álíka mikið
og hratt og hann liafði áður minnkað. Það
er því hægt að skýra, hvers vegna sú aukn-
ing átti sér stað. Árgangarnir frá 1917—1919
eru mjög sterkir, og það eru þeir, sem bera
uppi hina miklu veiði 1925—30. Eftir 1930
minnkar veiðin hins vegar stórlega og nær
lágmarki 1935 og 1936, en þá var Lófótafl-
inn 55 þús. smál. fyrra árið, en 53 þús. smál.
hið siðara. En þegar árgangarnir 1929—30
komu í notin, jókst veiðin á nýjan leik, og
náði liámarki 1939, en þá varð þorskaflinn
115 þús. smál. Hið óeðilega ástand, sem varð
á styrjaldarárunum orsakar það, að ekki
er unnt að ætla á um, hve aflinn hefði orðið
mikill þá, ef veiðarnar hefðu verið stund-
aðar með venjulegum hætti. Fyrstu tvö árin
eftir styrjöldina jókst veiðin aftur, en það
var einkum að þakka árganginum frá 1937,
sem er sá sterkasti, er Norðmenn kunna
deili á. En þar sem árgangarnir á undan og
eftir honum (1938—1940) voru óvanalega
smáir, mátti vænta þess, að veiðin við Lófót
minnkaði verulega á næstunni. Að aflinn
1951 varð 116 smál. var ekki eingöngu því
að þakka, að þá var veitt með þorsknót,
heldur jafnframt hinu, að þá gætti tveggja
tiltölulega góðra árganga (1941—1942).
Þegar menn saka þorsknótina um afla-
tregðuna tvö siðastl. ár, þá verður að ætlast
til þess, að menn skýri, hvernig slikt má
vera. Hefði aflinn aukizt við tilkomu nótar-
innar, tvöfaldazt eða þrefaldazt, hefði að
vissu leyti mátt álykta svo, að gengið væri
of nærri stofninum. En þannig er þessu
ekki varið.
Sumir álykta, að nótin trufli fiskinn, þegar
hann er að hrygna og af þeirri ástæðu
klekjist minna út en ella. Ef þetta styddist