Ægir - 01.04.1954, Qupperneq 17
Æ G I R
79
Undirbúningur aá
Síðasta Alþingi samþykkti eftirfarandi
þingsályktunartillögu um þetta efni. Þar
sem hér er um mjög athyglisvert mál að
ræða, þykir rétt að birta hér tillöguna og
greinargerð þá, sem henni fylgdi.
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn-
ina að skipa tvo menn til þess að ræða við
bæjaryfirvöld Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar um möguleika á því að byggja sem
fyrst þurrkví, er rúmað geti 6 þúsund smá-
lesta skip, en síðar mætti stækka svo, að
hún tæki 18 þús. smál. skip, samkvæmt
fram komnum tillögum nefndar, sem skip-
uð var samkvæmt þingsályktun samþykktri
á Alþingi 1951, til undirbúnings þessu máli,
enda verði þegar tryggt með samningum
hæfilegt landrými fyrir mannvirkið og
skipulagning þess.
Niðurstöður umræðnanna ásamt tillögum
um framkvæmdir, staðarval og fjáröflun
skulu sendar ríkisstjórninni fyrir 1. okt.
u. k., en hún leggur þær síðan fyrir næsta
Alþingi til afgreiðslu.“
Greinargerð.
A Alþingi 1951 var samþykkt að fela ríkis-
stjórninni að láta gera athugun á því, hvar
á landinu væri hentugast og ódýrast að
koma upp þurrkví til hreinsunar og við-
gerðar á skipum, og láta að lokinni þeirri
athugun semja kostnaðaráætlun um bygg-
bigu þurrkvíar þar, sem hagkvæmast þætti
uð koma henni upp. Skyldi miða við þurr-
kvi, er tekið gæti 18 þús. smálesta skip,
en jafnframt athuga kostnað við byggingu
þurrkvíar, sem aðeins rúmaði 6 þús. smá-
lesta skip.
Eftir ýtarlega aihugun á mörgum stöðum
á landinu komst nefnd sú, er ríkisstjórnin
skipaði til að athuga og undirbúa þessi mál,
samkvæmt framanritaðri samþykkt, að
þeirri niðurstöðu, að um fjóra staði væri
að ræða, er rannsaka þyrfti, áður en að hægt
væri að gera tillögur um staðsetningu kví-
arinnar. Þessir staðir voru: Vatnagarðar
þurrkvfar.
við Reykjavík, Hafnarfjörður, Njarðvíkur
og Patreksfjörður. Nefnd, sem skipuð hafði
verið af Alþingi 1943, til að gera tillögur
um staðsetningu þurrkvíar, hafði áður at-
hugað þessi mál og lagt til, að þurrkvíin
yrði byggð rétt innan við Klepp, en við nán-
ari athugun á botnlagi þar og dýpi kom í
Ijós, að heppilegra mundi að koma kvínni
fyrir nokkru utar við voginn en þá var gert
ráð fyrir.
Jafnskjótt og nefndin liafði komizt að
þeirri niðurstöðu, er að framan greinir, réð
hún verkfræðinga til þess að athuga bygg-
ingarmöguleika á fjórum fyrrnefndum stöð-
um og til þess jafnframt að gera kostnaðar-
áætlun um byggingu þurrkvíar, ásamt teikn-
ingum og verklýsingum. Þegar framanrit-
aðar áætlanir höfðu verið gerðar, kom í ljós,
að gerlegt var að koma fyrir þurrkví fyrir
6 þús. smálesta skip á öllum fyrrnefndum
stöðum, og var kostnaður áætlaður sem hér
segir: Á Patreksfirði 27.7 millj. kr., í Njarð-
víkum 26.44 millj. kr., í Vatnagörðum 18.74
millj. og í Hafnarfirði 17.98 millj. En auk
þessu lágu fyrir eldri áætlanir um bygg-
ingu þurrkvíar fyrir 6 þús. smál. skip sem
hér segir: Innan við Klepp fyrir 20.5 milj.
kr. og í Reykjavikurhöfn fyrir 24.5 millj.
Við þessar athuganir var upplýst, að engir
stækkunarmöguleikar voru fyrir hendi á
Patreksfirði, í Njarðvikum og í Reykjavík-
urhöfn, og með því að bygging þurrkvíar
fyrir 6 þús. smálesta skip var auk þess all-
miklu dýrari á þessum stöðum en bæði í
Vatnagörðum og i Hafnarfirði, þótti sýnt,
að annar hvor þeirra staða kæmi aðeins til
greina fyrir- hina væntanlegu þurrkví. Að
fengnum þessum upplýsingum lét nefndin
gera kostnaðaráætlun um byggingu þurr-
kvíar fyrir 18 þús. smálesta skip, þannig að
byggð yrði í fyrri áfanga þurrkví, er rúm-
aði 6 þús. smálesta skip, en síðar mætti
stækka fyrir 18 þús. smálesta skip. Var fyrri
áfangi áætlaður kosta 22.62 millj. kr. í Hafn-
firði, en 23.5 millj. við Vatnagarða, en síðari
byggingu
L