Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 25
Æ G I R 87 minni en áður var. Þetta verður til þess, að stærri fjárupphæðir eru lagðar í vinnslu- stöðvar. Jafnframt er hætta á breytingum á eftirspurn unninnar vöru. í sambandi við bina tæknilegu útþenslu verður því að taka tillit til þeirra takmarkana, sem fisksölu eru settar. Þegar á markaðinn er komið, er minna sameiginlegt með fiskafurðum innbyrðis en öðrum neyzluvörum, sem framleiddar eru með samsvarandi aðferð- um. T. d. er minna sameiginlegt með niður- soðnum laxi og nýjum þorski en niðursoðn- um laxi og niðursoðnu kjöti. Markaðsflutn- ingur hverrar tegundar af hinum mismun- andi fiskafurðum hefur sín sérstöku vanda- mál í för með sér, eðli eftirspurnar þeirra getur orðið mjög mismunandi. Ekki væri unnt að flytja út fisk í miklum mæli frá Noregi, Kanada og öðrum löndum, sem fjarri eru mesta þéttbýlinu, ef ekki væru til verkunaraðferðir, sem söltun og herzla. Hins vegar hafa engar framfarir orðið í freðfisksfamleiðslu í þeim löndum, þar sem neytendur eru svo nálægt, að aðeins nokkra tima tekur að flytja fiskinn þangað, vegna þess að meiri hagnaður er af því að selja fiskinn nýjan. Við sérstakar afurðir eru framleitt það, sem kallað er aukaafurðir fisksins, t. d. fiskmjöl, lýsi, fiskilím, áburður o. s. frv. Einstaka mikilvægar fiskveiðar, svo sem menhadenveiðar1) í Bandaríkjunum og pil- chardveiðar2) í Suður-Afríku byggjast ein- göngu á framleiðslu á lýsi og mjöli. Aðrar, svo sem síldveiðar íslcndinga og Norð- manna, eru mjög háðar eftirspurn þessarar framleiðslu. En að undanskildum þeim raunverulegu fáu dæmum af þessari tegund, þar sem unnt er að nýta fljótt og vel mikla fiskstofna með því að framleiða einungis fiskmjöl og lýsi, er þessi hagnýting fisksins eins konar neyðarúrræði til að forðast að hráefnið fari algerlega til ónýtis. Oft eru tekjur af þessari framleiðslu minni en 1) Síldartegund, sem veiðist mikið við austur- strönd Bandarikjanna. 2) Sardínutegund, sem likist síld, en er minni og feitari fiskur. kostnaði nemur, þótt þær geti verið miklar. Þessi tegund af hagnýtingu fisksins getur ekki komið í stað sölu til manneldis. Einnig gerir hún sérstakar kröfur til iðnaðarins. Aðflutningur alls konar fiskafurða er loks háður verzlunarháttum hinna einstöku ríkja. Ein firran í sambandi við framfarir í fiskveiðum er, að sá fjármagnssamdráttur, sem er undirstaða tæknilegra umbóta, sé einkum þar, sem iðnaður er miltill og vel skipulagður, en fiskveiðar tiltölulega lítill þáttur í þjóðarbúskapnum, og þess vegna erfitt að fá sérstaka tollvernd. í slíkum lönd- um er fjármagnið mark þeirrar efnahags- legu áhættu á markaði, þar sem innflutning- ur veitir samlceppni. Það er því ekkert undr- unarefni, að amerískir útgerðarmenn, sem stunda makrílveiðar — en þær þarfnast mikils fjármagns — eru mjög áhyggjufullir vegna innflutnings frá Japan. Einnig er togaraútgerðin í Englandi mjög viðkvæm fyrir löndunum úr erlendum togurum. Á sama hátt hefur uppbygging sjávarútvegs- ins á íslandi, í Noregi og í Danmörku örvast vegna þess, að þessum þjóðum hefur lánazt að gera hagstæða sölusamninga sökum þess, að framleiðsla þeirra nýtur álits í markaðs- löndunum. Þörf fyrir tæknilega aðstoð. Við höfum hér á undan athugað þá þætti fiskiðnaðarins, sem tæknilega eru lengst á veg komnir, bæði miðað við eðlilegar og óeðlilegar söluhorfur. Þetta cr nauðsynlegt, til þess að gera sér grein fyrir þeim erfið- leikum, sem verða við tilraunir til tækni- legra endurbóta á frumstæðum iðnaði. Hin- um háþróaða iðnaði mæta erfiðleikar, sem að margra áliti stafa af því, að útþensla hans hafi orðið til af mikilli framtakssemi og kappi, án þess að tekið væri tillit til ó- líkra hagfræðilegra atriða, sein snerta hann beinlínis. Enginn vafi er á, að meiri fram- förum væri unnt að ná með vísindalegum aðferðum við franúeiðslu og flutninga á markað. Viða er frumstæður iðnaður þar, sem er stöðugur og mikill skortur á mat,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.