Ægir - 01.04.1954, Síða 28
90
Æ G I R
vegna endurnýjunar og eðlilegrar aukningar
fiskibátaflolans nieð bátasmíði innanlands.“
Henni fylgdi svo hljóðandi greinargerð:
„Fiskveiðasjóður íslands hefur miklu
hlutverki að gegna með þjóð vorri. Er að-
slaða hans til stofnalána á vegum sjávar-
útvegsins hliðstæð því hlutverki, sem Bún-
aðarbankinn, eða nánar til tekið stofnlána-
deildir hans inna af hendi í þágu landbún-
aðarins.
Fjárþörf sjávarútvegsins á þessu sviði er
eðlilega mikil. Er Fiskveiðasjóði ætlað að
geta sinnt stofnlánaþörf þeirri, sem fyrir
hendi er á hverjum tima til bátabygginga
og bátakaupa, svo að vel sé séð fyrir endur-
nýjum og aukningu fiskibátaflotans og báta,
sem nota þarf til flutninga með ströndum
fram.
Þá er Fiskveiðasjóði einnig ætlað að sinna
stofnlánaþörf til byggingar iðnfyrirtækja í
sambandi við fiskveiðar og enn fremur til
byggingar dráttarbrauta. Þá eru og uppi
raddir og kröfur um það, að starfsemi sjóðs-
ins sé enn færð út að því er snertir lán til
verbúða, útgerðarhúsa o. fl. Þó að því sé
sleppt, að bætt yrði við nýjum verkefnum
i lánastarfsemi sjóðsins, sein þó er vissu-
lega mikil þörf fyrir, skortir mjög á um
það, að Fiskveiðasjóður hafi því fjármagni
yfir að ráða, að hann geti sinnt hlutverki sínu
eins og það er markað í lögum sjóðsins.
Fiskveiðasjóður mun nú hafa yfir að ráða
lil starfsemi sinnar um 60 millj. kr., sem allt
er sjálfseignarfé sjóðsins, og er sú upphæð
öll bundin í útlánum eða ráðstafað í því
augnamiði. Árlegar tekjur sjóðsins, vaxta-
tekjur og hluti af útflutningsgjaldi, munu
varla hrökkva til þess að sjá fyrir lánaþörf
til viðhalds fiskibátaflotans og fiskiðju-
vera. Vantar sjóðinn því alveg fé til þess að
geta mætt lánaþörfinni til endurnýjunar
og aukningar flotans, svo að eigi sé fleira
talið. Nú liggja fyrir hjá sjóðnum umsóknir
um lán til bvggingar og kaupa á 22 fiski-
bátum af venjulegri stærð auk umsókna
um lán til byggingar smærri báta með eða
án þilfars. Hefur sjóðurinn eins og stendur
ekkert fé til þess að sinna þessum lánbeiðn-
um, en til þess eins, þótt annað sé ekki talið,
þyrfti hann að hafa yfir að ráða um 15
millj. kr., og er þá við það miðað, að lánað
sé 75% af kostnaðarverði hinna stærri báta.
Á árunum 1950—53 varð mikil rýrnun í
fiskibátaflotanum. Var á þeim árum ekkert
hægt að aðhafast til þess að fylla í þau skörð,
sem þá voru í hann höggvin. Á s. 1. ári voru
aftur á móti keyptir og byggðir allmargir
fiskibátar, en svo var rýrnunin mikil orðin
á undanförnum árum, að enn skortir mikið
á, að úr sé bætt. Er því sízt að undra, þótt
eftirspurn stofnlána til bátabygginga sé rnikil.
Þá er og ör þróun í fiskiðnaðinum, sem
lcrefst aukins lánsfjár á því sviði, en úr því
verður ekki heldur bætt að óbreyttum að-
stæðum.
Þörfin knýr því mjög fast á um það, að
gerð verði gangskör að því að afla fiskveiða-
sjóði lánsfjár, og þá einkum í sambandi við
endurnýjun og aukningu fiskibátaflotans.
Það mál krefst skjótra aðgerða.
Fyrir hendi eru nú tæplega önnur úrræði
til þess að koma þessu í kring en að afla
Fiskveiðasjóði lánsfjár, en lánsfé er nú ekki
heldur auðfengið, sizt til langs tíma. En þess
er þó að vænta, að ríkisstjórninni mætti
takast að útvega Fiskveiðasjóði nauðsynlegt
viðbótarfé til nota samkvæmt því, sem að
framan segir.
Eins og fyrr er að vikið, starfar Fiskveiða-
sjóður nú eingöngu með eigið l'é. Þetta gerir
honum kleift að lána fé með vægum vaxta-
kjörum. Er það mikill styrkur fyrir sjóð-
inn, að fjármálum hans er svona liáttað,
þegar hann færi að taka lán til starfsemi
sinnar máske með hærri vöxtum en sjóður-
inn tekur af fyrsta veðréttar lánum. Ætti
hann því að minnsta kosti fyrst um sinn
ekki að þurfa að hækka útlánsvexti sína,
þó að hann tæki nokkurt lán til starfsem-
innar, en árlegar vaxtatekjur sjóðsins
mundu að sjálfsögðu geta minnkað nokkuð
af þessum sökum.
Síðan stofnlánadeild Landsbankans hætti
útlánastarfsemi sinni til skipabygginga og
fiskiðjuvera, en hún var á sínum tíma stofn-
uð með 100 milljón króna framlagi frá spari-