Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 34
96
Æ G I R
„Ægir“,
mánaðarrit Fiskifélags Islands, flytur margs
konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt
fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls.
og kostar kr. 25.00. — Gjalddagi er 1. júli.
Afgreiðslusimi er 80500. — Pósthólf 81.
Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson.
Prentað í Rikisprentsmiðjunni Gutenberg.
Framha Id af sícfu 65.
Að lokinni vertíð.
i fyrra og horfur á, að svo verði einnig hjá
Norðmönnum. Er ekki ósennilegt, að það
kunni að auðvelda sölu skreiðar í ár, þótt
enn sé hæpið að gera því á fætur að hún
hækki í verði. — Enn er nokkuð ófarið af
saltfiski frá fyrra ári og til þessa hefur ekki
komizt skriður á sölu þessa árs framleiðslu.
Sýnilegt er, að saltfiskafli íslendinga í ár
verður meiri en í fyrra, en hins vegar er
saltfiskframleiðsla Norðmanna mun minni til
þessa, og sökum verkfalls í Færeyjum er um
sáralitla salfiskframleiðslu að ræða þar það
sem af er árinu. Má vel svo fara, að hvort-
tveggja þetta styðji að því, að íslendingum
lánist með góðu móti að losna við saltfisk-
framleiðslu sína. Reyndar er ekki þess að
dyljast, að fleira kemur til greina í þessu
sambandi en aflabrögð fyrrgreindra þjóða
fyrri hluta árs. Sumarafli þeirra við Græn-
land getur skipt talsverðu máli og loks
Þorskveiáar Frakka 1953.
Samkvæmt því, sem getið er um í apríl-
hefti tímaritsins World Fishing, urðu
þorskveiðar Frakka á Nýfundnalandsmið-
um minni 1953 en 1952. Árið 1953 varð afl-
inn 59 620 þús. smál., en 65 680 smál. árið
áður. Magnið er miðað við saltaðan fisk úr
skipi. Hvergi kom jafn mikið á land og í
Fécamp, eða 22 0000 smál. Sá togarinn, sem
mest aflaði, var frá St. Malo, og féklc hann
2591 smál.
í byrjun aprílmánaðar kom enskur togari
lieim af veiðum, en hann hafði farið á Ný-
fundnalandsmið. Skipstjórinn á þessum
togara greindi frá því, að á þeim slóðum,
sem hann hafði þá verið á við Nýfundna-
land, hefðu verið 40 stórir franskir togarar.
hættir mörgum við að gleyma þvi, hve mild-
ar saltfiskframleiðsluþjóðir Frakkar, Spán-
verjar og Portúgalar eru, en að sjálfsögðu
hljóta aflabrögð þeirra að ráða nokkru um
það, hve auðvelt íslendingum reynist að
selja sinn saltfisk.
En hvernig sem síðari hluti ársins kann
að reynast þeim, sem starfa að framleiðslu-
störfum við sjóinn, er vert að minnast þess,
að vetrarvertiðin 1954 hefur yfirleitt orðið
gagnrílt og farsæl, og mun síðar verða færð
að því sterkari rölt hér í blaðinu en unnt er
að gera að sinni.
Prentun
Bókband
Pappír Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg
Reykjavík. Þingholtsstræti 6. Pósthólf 164. Símar (3 línur) 2583, 3071,3471