Ægir - 01.09.1954, Side 7
Æ G I R
213
ar hljóta raunar að byggjast á, er það afl,
sem knýr menn áfram á meðan ekki er
unnt að sanna tilgangsleysi hennar. En
menn munu nú e. t. v. svara, að slík trú
sé heldur óraunhæf og ekld sé unnt að
byggja rekstur stórrar atvinnugreinar á
henni til stórtjóns fyrir alla, sem að henni
standa og þjóðina í lieild.
Fleira kemur til.
En hér kemur að sjálfsögðu fleira til.
Eftir styrjöldina má segja, að fiskifloti
landsmanna hafi verið byggður upp að
mestu að nýju. Bátaflotinn var byggður
með það fyrir augum, að unnt væri að
halda honum úti mestan hluta ársins, sem
að sjálfsögðu er nauðsynlegt til þess að
tryegja sem arðbærastan rekstur hans.
Fyrstu fimm mánuði ársins er þessi
floti við þorskveiðar. Að lokinni þeirri
vertíð hafa bátarnir að jafnaði farið til
síldveiða 2—2% mánuð, en á haustin var
útsíerð þeirra oft nokkuð stopul, en þó var
helzt um það að ræða að fara til reknetja-
veiða við Suðvesturland. Sildarvertiðin á
sumrin var önnur aðalvertíð ársins og varð
oft til að bæta upp lélega vetrarvertið, enda
bvsgðist rekstur bátaflotans að verulegum
hluta á henni. Ef við hussurn olckur, að
þessari vertið vrði kinnt burtu, vrðu um
leið að vera skilvrði fvrir hendi til annarrar
útserðar. Kemur þá þrennt til sreina. Rek-
netiaveiðar hafa verið stundaðar liér við
Norðurland um lanean aldur, auk islenzkra
skipa aðallega af Norðmönnum svo og við
Suðvesturland af islenzkum skipum. Rek-
netjaveiðarnar við Norður- og Austurland
hafa ekki gefið það góða raun, að ástæða sé
til þess fyrir okkur að taka þær upp frekar
en þær sildveiðar, sem nií eru stundaðar.
Mun ég koma að því atriði siðar. Rek-
netjaveiðarnar við Suðvesturland ceta ekki
komið í stað Norðurlandsvertíðarinnar,
heldur í framhaldi af henni, og hefur svo
verið jafnan. Reknetjaveiðarnar virðast þvi
ekki tiltækar til þess að koma i stað sild-
veiða með herpinót á sumarvertíðinni.
Þá munu einhverjir segja, að nær væri,
að bátarnir stunduðu þorskveiðar yfir sum-
artímann, þar væri að vísu ekki mikil gróða-
von, en heldur ekki hætta á stórkostlegum
töpum eins og við síldveiðarnar. Við þessu
er það að segja, að því miður er þetta ekki
hægt, til þess er aflavonin ekki nógu mikil.
Loks væri sú leið að senda bátana á Græn-
landsmið til þorskveiða. Þetta er að vísu
athugandi og gæti vel komið til álita, að
nokkur hluti flotans færi til slíkra veiða
á sumrin, en ekki mundi það leysa vand-
ann nema að litlu leyti. Norðmenn hafa
stundað veiðar við Grænland um nokkurt
árabil og lagt í allmikinn kostnað við að
skapa þar sæmilega aðstöðu fyrir útgerð
sína, en nokkuð misjafnlega hefur sú út-
gerð gefizt, þótt yfirleitt hafi það verið
betra en að fara til síldveiða á Islandsmið.
Það hefur þó valdið Norðmönnum tölu-
verðum erfiðleikum að fá sjómenn til þess-
ara veiða nema með því skilyrði, að skipin
færu til heimahafnar a. m. k. einu sinni á
vertíðinni. Er hætt við, að líkt yrði upp á
teningnum, ef okkar skip færu að stunda
þessar veiðar 4—5 mánuði á ári, en þau
eiga óhægara með slikt, þar sem þau eru
yfirleitt mun minni en hin norsku. Mætti
sennilega teljast gott, ef 20 skip færu til
Grænlandsveiða eða um Vio þess flota, sem
getur farið til síldveiða. Það virðist því
augljóst, að sá floti, sem að venju fer til
síldveiða, á vart í önnur hús að venda þann
thna, sem hér er um að ræða.
En rétt er að athuga fleiri liliðar á þessu
máli. Fram að árinu 1930 mátti heita, að
sildveiðarnar byggðust nær eingöngu á
saltsildarframleiðslunni. Síldarverksmiðjur
voru þá fáar og afkastalitlar. Á næstu ára-
tugnum voru byggðar nokkrar nýjar af-
kastamiklar verksmiðjur, sem sköpuðu
möguleika til nýtingar mikils síldarafla.
Síðasta átakið, sem gert var í þessa átt,
áður en styrjöldin hindraði frekari fram-
kvæmdir, var bygging Raufarhafnarverk-
smiðjunnar árið 1940. En aukning sildveið-
anna var jafnan meiri en svo, að verksmiðj-
urnar gætu annað móttökunni. Varð þetta
þó einkum áberandi á stvrjaldarárunum,