Ægir - 01.09.1954, Side 11
Æ G I R
217
Víðir II. GK 275.
Hjá skipasimðastöðinni Dröfn í Hafnar-
firði var hleypt af stokkum nýjum báti 18.
júlí síðastl. Bátur þessi, sem er 56 rúml. að
stærð, heitir Víðir II. og hefur einkennis-
stafina GK 275. Eigandi lians er Guðmund-
ur Jónsson, útgerðarmaður að Rafnkels-
stöðum i Garði.
Víðir II. er smíðaður úr eik, en yfirbygg-
ing hans er úr stáli. Vélin er 180 ha. Lister-
dieselvél. I bátnum er vökva þilfars- og'
línuvinda og' dýptarmælir með asdic-
útfærslu. — Reynsluför fór báturinn 23.
júlí, og reyndist ganghraði hans þá 9 mílur.
Teikningu af Víði II. gerði Egill Þorfinns-
son, Keflavík. Yfirsmiður var Sigurjón Ein-
arsson skipasmíðameistari í Hafnarfirði.
Vélsmiðja Hafnarfjarðar annaðist niður-
setningu á vél og alla járnsmíði. Rafvirkja-
meistararnir Jón Guðmundsson og' Þorvald-
ur Sigurðsson lögðu raflögn, en málun
annaðist Sigurjón Vilhjálmsson málara-
meistari. Sören Valentinusson gerði reiða og
segl. Friðrik A. Jónsson útvarpsvirkja-
meistari setti niður dýptarmæli. Vélsmiðj-
an Héðinn smíðaði dekk- og línuvindu. —
Á smíði skipsins var byrjað 5. október
1953.
Jafnskjótt og báturinn var ferðbúinn fór
hann norður til síldveiða. Skipstjóri á Víði
II. er Eggert Gíslason í Garði. Þetta er
sjöundi báturinn, sem smíðaður er i Skipa-
smiðastöð Hafnarfjarðar.
Víðir II. GK 275.