Ægir - 01.09.1954, Side 12
218
Æ G I R
„Gunnar Hámundarson”.
Miðvikudaginn 1. september síðastl. hljóp
nýr bátur af stokkunum hjá Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur. Bátur þessi, sem er 49
rúml. að stærð, heitir „Gunnar Hámundar-
son“ og er Halldór Þorsteinsson i Garði og
synir hans tveir, Þorsteinn og Þorvaldur,
eigendur hans.
Vél bátsins er 180 ha. Lister-dieselvél.
Ganghraði hans er 10 sjómílur. Allar
vindur eru olíuknúðar, og er það nýmæli
um þilfarsvindur. Dýptarmælir er af sömu
gerð og í Viði II., en asdicútfærslan gerir
það að verkum, að hann mælir ekki aðeins
beint niður, heldur einnig umhverfis bát-
inn. Slík gerð af dýptarmælum er enn sem
komið er í aðeins örfáum ísl. bátum.
Egill Þorfinnsson í Keflavík gerði teikn-
inguna af „Gunnari Hámundarsyni“, en
Bjarni Einarsson var yfirsmiður við smiði
bátsins, en hann hefur áður smiðað um
tvo tugi báta. Smiðjan s.f. í Njarðvíkum
setti niður vél, Aðalsteinn Gíslason sá um
raflögn bátsins, Sören Valentinusson gerði
reiða og segl, en Vélsmiðjan Héðinn smíðaði
vindur.
Á smíði „Gunnars Hámundarsonar“ var
byrjað 1. desember 1953. Er þetta fyrsti
báturinn, sem smíðaður hefur verið í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en hún var
stofnuð árið 1947. Til þessa hefur hún ein-
göngu annast viðgerðir. Nú er annar bátur
þar í smíðum.
Skipstjóri á „Gunnari Hámundarsyni“ er
Þorvaldur Halldórsson.
Helgafell.
Nýjasta skip Sambands ísl. samvinnu-
félaga heitir Helgafell. Það kom til Reykja-
víkur þriðjudaginn 5. október. Margt manna
var viðstatt komu þess, en Sigurður Krist-
insson, formaður S. í. S., bauð það vel-
komið með ræðu. En síðan flutti Hjörtur
Hjartar, framkvæmdarstjóri skipadeildar
S. f. S., ræðu af brúarvæng, en hann hafði
farið utan til þess að veita skipinu móttöku
Framhald á bls. 230.