Ægir - 01.09.1954, Qupperneq 18
224
Æ G I R
Kl. 5.50. Fastur og poki.
Kl. 7.40. Híft í tveim pokum.
Kl. 10.00. Rifinn undirbelgur.
Kl. 13.00. Híft í þremur pokum, þar af
einn poki svampur. Mjög vænn karfi.
Kl. 15.00. Híft í fjórum pokum. Aulc
karfa, þorslcur, keila, hlýri og talsvert af
kolmunna og gulllaxi.
Kl. 16.40. Eitt bezta tog feröarinnar.
Næstum enginn svampur. Híft i fimm
pokum.
Kl. 18.10. Híft í þremur pokum.
Kl. 19.30. Híft í fjórum pokum. Þetta
var smærri karfi en við höfðum rekizt á
áður, og talsvert af stærðinni 25—35 cm,
sem lenti í úrkasti.
Kl. 21.10. Híft í þremur pokum. Vænn
karfi. Rifinn vængur. Verður að bæta. Ég
slcoðaði inn í maga karfa úr þessu hali og
virðist það sama í þeim og' áður, en mikið
melt. í kolmunnamögum var eins og áður
smokkfiskur, oft tveir eða þrír í maga, en
auk þess krabbadýr, einkum ljósáta og mar-
flær, en þessi dýr fundust líka í karfa-
mögum.
KI. 24.00. Híft í tveim pokum. Smærri
gerðin af karfa.
30. ágúst.
Kl. 1.50. Híft í þremur pokum.
í nótt fengust síðan tvö höl, með tveimur
]>okum í hvoru, en milli kl. 5 og 6 varð
varpan óklár, og aftur óklár, þegar kastað
var á ný. Fyrir hádegi fengum við eitt gott
hal, hift i fjórum pokum, en um eftirmið-
daginn var minni veiði. Þetta einn og tveir
pokar. Milli kl. 17 og 18 byrjuðu vandræðin
á ný, þar sem kastað var óklárt tvisvar í
röð, og' virðist nú augljóst, að þetta stendur
í sambandi við sterka fallstrauma, sem ein-
mitt um þessar mundir komast i hámark.
Við höfðum vonað að geta fyllt skipið fyrir
miðnætti, en úr því svona fór, verður varla
af því.
Ég notaði fyrri hluta dagsins til þess að
athuga fæðu karfa og gulllaxins. Svo virð-
ist sem karfinn sé að éta um hádegisleytið,
því nú fann ég á nýgleypta fæðu, eins og
„Ægir“,
mánaðarrit Fiskifélags Islands, flytur margs
konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt
fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls.
og kostar kr. 25.00. •—- Gjalddagi er 1. júlí.
Afgreiðslusimi er 80500. — Pósthólf 81.
Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson.
Prentað í Rikisprentsmiðjunni Gutenberg.
áður aðallega laxsíldar og Stomias, en
einnig margs konar krabbadýr.
Úr mögum gulllaxins komu litlar mar-
glittur, rauðbrúnar, sennilega Periphylla,
en ault þess smáfiskar, einkum laxsíldar
og einhver fiskur, scm mér finnst líkjast
Cyclothone var þar talsvert af. Einnig mar-
flær. Af öllu þessu voru sýnishorn tekin
til nánari rannsóknar.
ís sáum við engan og samkvæmt upp-
lýsingum frá Angmagsalik er enginn ís þar
í námunda, nema nokkrir stórir borgarís-
jakar.
31. ágúst.
Það ætlar að verða seinlegt að fylla
seinustu holurnar í skipinu, en ísinn er nú
alveg á þrotum. í nótt var aðeins reytings-
afli. Híft í einum eða tveimur pokum, en
kl. 10 vantar okkur aðeins eitt gott hal, og'
það var að koma um borð, og er þá veiðiför
þessari Jokið.
Bauju okkar tókum við upp. En á sama
stað setti togarinn Marz, sem hér hefur
fiskað með okkur undanfarna daga, aðra
bauju, þar sem Ólafur Jóhannesson mun
vera kominn nálægt því að ljúka sínum túr.
Lagt var af stað kl. 11.00 áleiðis til
Reykjavíkur.
Lagt var að bryggju í Reykjavík þann
1. sept. 1954, kl. 20.00.