Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 4
210
Æ G I R
DAVÍÐ ÓLAFSSON, fiskimálastjóri:
SÍLDVEIÐARNAR í SUMAR.
Aflamagn og verðmæti.
Fyrir meira en mánuði lauk síldarver-
liðinni í sumar, sem í annálum síldveiða
við ísland mun verða talin ein hin allra
iélegasta fram til þessa. Nokkrar tölur geta
gefið hugmynd um útkomuna á veiðunum.
Heildaraflamagnið á herpinótaveiðunum
mun hafa orðið sem næst 24.000 smál., og
veit ég þá aðeins um eitt ár síðustu þrjá
áratugina, sem veiðzt hefur minna magn,
en það var árið 1952. Á þeirri vertíð var
heildaraflinn aðeins rúmlega 9.000 smál.
og verður þá að leita allt aftur til ársins
1921 til að finna eitthvað sambærilegt, og
er þó raunar fráleitt að ætla sér að gera
samanburð svo langt aftur í tímann, þegar
tillit er tekið til þeirra stórkostlegu tækni-
legu framfara, sem orðið hafa i sambandi
við síldveiðarnar á þessu timabili. Á fyrra
ári var heildaraflamagnið á herpinótaveið-
unum nær 37.000 smál. eða rúmlega 50%
meira, en það gerði þó ekki gæfumuninn
lít af fyrir sig, heldur hitt hversu aflinn
nýttist misjafnlega. Á fyrra ári fór meiri
hluti aflans til söltunar og var þá saltað í
nær 155 þús. tn. Bræðslusíldin var það ár
119 þús. mál. Á þessari vertíð var aðeins
saltað í um 50 þús. tn., en bræðslusíldin
var 124 þús. mál. Frysting af Norðurlands-
síld til beitu var litið eitt meiri í ár en í
fyrra, en það skiptir litlu, þar sem um lítið
magn var að ræða. Hinn mikli mismunur
á útkomu þessara tveggja vertíða verður
Ijós, þegar það er athugað, að verðmæti
þeirrar síldar, sem fer til söltunar, er því
sem næst tveimur og hálfum sinnum meira
en þeirrar, sem fer til bræðslu. Þannig var
samanlagt verðmæti síldaraflans á fyrra
ári yfir 30 milljónir kr., en á þessu ári að-
eins tæplega 15 milljónir kr. Er munurinn
á aflaverðmætinu þannig miklu meiri en
á aflamagninu. Ástæðan fyrir þessu er sú,
að veiðin hófst fyrr að þessu sinni, og
áður en söltun gat hafizt, hafði verið veitt
nokkurt magn, sem því nær allt fór til
bræðslu. Hefði það að vísu ekki skipt öllu
máli, þótt allt það magn hefði verið salt-
að, en það hefði þó getað bætt afkomuna
eitthvað.
Hafrannsóknir og einkenni vertíðarinnar.
Einkenni þessarar vertíðar var hið sama
og því nær allra aflaleysisvertíða hingað
til, að meginhluti Aæiðanna átti sér stað
fyrri hluta vertiðarinnar, í júlímánuði. Að
þessu sinni var þetta þó enn meira áber-
andi en nokkru sinni fyrr, því að heita
mátti, að veiðinni væri lokið eftir að júlí
lauk. Það, sem mestu olli um þetta mikla
aflaleysi á vertíðinni, var vafalaust veður-
farið. Var það svo stirt að telja mátti með
fádæmum á þessum tíma árs. Fyrsta hálfa
mánuð vertíðarinnar mátti heita sæmilegt
veður, enda gátu skipin þá oftast verið að
við veiðarnar, en úr því spilltist svo mjög
tiðarfarið, að vart mátti heita, að flotinn
hefði nokkurn tíma farið til veiða sökum
stöðugra storma, aðallega af norðri og
norðaustri. Þegar svo loksins slotaði litið
eitt, var síldin horfin af miðunum. Er það
álit flestra beirra, sem ég hefi rætt við af
þeim, sem voru við veiðarnar í sumar, að
veðurfarið hafi ráðið langmestu um, hversu
hörmulega tókst til með veiðarnar, þó eðli
málsins samlcvæmt sé elcki unnt að færa
sönnur á, að aflinn hefði orðið verulega
meiri, ef tíðarfarið hefði verið betra en raun
varð á.
Undanfarin ár, allt frá árinu 1951, hefur
tekizt náin samvinna milli fiskifræðinga
frá íslandi, Noregi og Danmörku um rann-
sóknir á skilyi'ðum í hafinu milli fslands,
Noregs, Jan Mayen og Færeyja og á síldar-
göngum á þessum slóðum, vikurnar áður
en síldarvertíðin hefst við Norður- og Aust-