Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1954, Side 14

Ægir - 01.09.1954, Side 14
220 Æ G I R Lagt var af stað frá Reykjavík laugar- daginn 21. ágúst og haldið norður Faxaflóa með stefnu á Malarrif. Um 3 sjómílur fyrir sunnan Malarrif var haldið á haf út, rétt- vísandi vestur. Þann 22. ágúst um kl. 23.00 að kvöldi komum við að kanti austur- grænlenzka landgrunnsins, eftir 28 klst. siglingu frá Malarrifi. Var nú botndýpi kannað á nokkru svæði, og hiti mældur og reyndist hann vera 6.1°. Um nóttina þann 23. var byrjað að fiska á um það hil 160 faðma dýpi. Talsverð bræla var á miðunum og félckst lítið i vörp- una. Við færðum okkur nú heldur dýpra og köstuðum norður á bóginn. Rifrildi. Héldum nú lengra norður, en þá varð varp- an óklár og tók talsverðan tíma að bæta úr því. Meðan á þessu stóð, hefur okkur senni- iega borið inn fyrir grunnið, en þar liggur dýpri áll, eins og kortið sýnir. Var því seint um kvöld haldið í tvo klukkutíma í stefnu SA og ekki kastað fyrr en fundið var fyrir kantinum, þá var togað VSV, en enn kom lítið í vörpuna. Næst var togað í stefnu S, og fengum við nú um 2 tonn af stórum og vænum karfa. Híft var kl. 2.30 þann 24. ágúst, og var þetta fyrsta merld þess, að við værum komnir á nýjar karfaslóðir. Síðan var kastað SaV og fengust um 3 tonn af karfa, sem var heldur smærri en í toginu á undan. Þá var kastað ANA og fengust um 2% tonn, allar stærðir. Þá var aftur kastað SaV og veiddist nú mjög stór og fallegur lcarfi, um 3 tonn. Á þessum slóðum var botndýpi 195—210 faðmar, botninn vel sléttur og ekki mikill samvöxt- ur í botni. Nefndum við mið þessi Jónsmið í heiðursskyni við Jón Þorláksson og skipið, sem við hann er kennt. 24. ágúst. Kl. 10.10. Einn poki af mjög vænum karfa, en stór steinn i pokanum. Dálítið rifið. Hlýri. Litill svampur. Kl. 12.00, góður poki stór karfi. Lítill svampur. Dýpi 210 faðmar. Kl. 15.00. Við komust nú í samband við Angmagsalik radio, sem lét okkur í té mið- un. Telst okkur til, að staðarákvörðun sé um það bil 64°32' N. og 35°16' V. Nú var togað NA á um það bil 200 faðma dýpi. Fengust nú um 8 tonn, og var það lang- mesta magnið, sem við enn höfðum fundið. Kl. 17.15. Varpan rifin. Afar stór steinn í henni. Híft í tveim pokum. Kl. 19.15. Híft í tveim pokum. Auk karfa 3 lúður, hlýri, steinbítur og talsvert af kolmunna. Kl. 20.45. Híft í einum poka. Auk karfa: þorskur, skata, talsvert af kolmunna og gulllaxi. Kl. 22.30 um 4 tonn af karfa, 1 flyðra. Eftir sólarhringinn, sem er sá fyrsti, sem við erum að veiðum, þar eð fyrsti sólar- hringurinn fór í leit og hitamælingar, höf- um við fengið í 4% stíu á 6 tm. eða um 27 tonn af karfa. Hiti er hér alls staðar milli 6 og 7 gráður, og þar sem tæki okkar eru þung í vöfum, tel ég ekki nauðsynlegt að gera fleiri hitamælingar, meðan við liöldum okkur á þessum sömu slóðum. 25. ágúst. Um nóttina veiddist mjög lítið, og' reynd- ist það yfirleitt svo, að dagtímarnir gáfu bezta raun. Kl. 1100. Híft í einn poka. KI. 13.00. Lítið fengið, kannske hálfur poki. Nú var karfinn minni að stærð og var frátekið til mælingar. Einnig voru tekn- ar kvarnir úr kolmunna og skoðað í maga hans. Hann virðist hér nærast mest á litl- um smokkfiskum. Kl. 13.40. Við höfðum samband við Angmagsalik og stöðin mætti miða, þegar veðurlýsing er send á 150 khz., en því mið- ur höfðum við ekki þá tíðni í miðunarstöð- inni. Okkur datt þá í hug, að þeir sendu „trafiklista“ og reyndist svo. Gerði stöðin okkur þann greiða að lengja nokkuð send- ingarnar, svo að við gætum miðað hana. Miðun kl. 13.00 328 gráður réttvisandi. KI. 13.40 326 gráður réttvísandi. Kl. 16.00, 10—12 körfur af karfa. Tals-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.