Ægir - 15.03.1957, Page 15
ÆGIR
65
I kærunni og áskorun og rökstuðningi,
sem henni fylgdi, segir svo:
„Eins og yður mun kunnugt um, hafa
Útvegsmenn (trillubátaformenn) hér við
Isafjarðardjúp oftsinnis farið fram á, að
i'ækjuveiðar á ísafjarðardjúpi og inn-
fjörðum þess væru bannaðar með lögum.
Undirskr if task jöl varðandi málið hafa
verið send ráðamönnum útvegsmálanna og
kvartað yfir að rækjuveiðar eins og þær
hafa verið og eru enn reknar hér við
Ujúp, stórspilltu fiskigengd og fiskveið-
hér, auk þess, sem þær hefðu í för
ineð sér stórkostlega tortímingu á öllu
fiskungviði á þessum slóðum.
Sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu hef-
ui' og nokkrum sinnum sent frá sér ein-
vórna ályktanir um að banna rækjuveiðar
hér við Djúp; nú síðast á líðandi ári.
Ungu hefur orðið umþokað í þessum efn-
um enn sem komið er, þrátt fyrir aug-
ijósa skaðsemi rækjuveiðanna, sem nú á
®íðustu árum mestmegnis hafa verið
stundaðar á beztu fiskimiðunum hér inn-
an Djúps.
Þegar landhelgin var víkkuð út, voru
með reglugjörð nr. 21. 19. marz 1952
kannaðar fiskveiðar með botnvörpu og
di'aQnót kringum allt landið á takmörk-
uðu svæði. Með lögum nr. 82, 8. desem-
ker 1952 var hinsvegar vélbátum heimil-
að. með undanþágu frá nefndri reglu-
^jóuð, að stunda kampalampaveiðar
juækjuveiðar) og leturhumarveiðar á til-
teknum svæðum með venjulegri kampa,-
ipavörpu. Leiddi þetta til þess, að
lækjuveiðar voru leyfðar hér í ísafjarðar-
djúpi.
k’ar sem vitað er að veiðar þessar hafa
ekki verið og eru ekki stundaðar hér með
”venjulegri kampalampavörpu“ eins og
nefnd reglugjörð mælir fyrir um og
undanþágan er miðuð við, en hinsvegar
notuð við veiðarnar botnvarpa með hler-
um, sem dregin er eftir mararbotni, að
engu leyti frábrugðin botnvörpu þeirri,
er togarar nota, sem er lögbannað veiðar-
æri innan friðunarlínunnar jafnt hér á
ísafjarðardjúpi sem annarsstaðar kring-
um landið, leyfum vér undirritaðir oss
hér með, herra sýslumaður, að kæra fyrir
yður slíkt lögbrot, sem hér hefur verið og
er framið, jafnframt og þess er krafizt,
að rækjuveiðar með þeim hætti, sem þær
haí’a verið stundaðar hér, verði þegar
bannaðar".
Svo sem sjá má af orðalagi áskorunar
þessarar og kæru, byggist hún á því, að
talið er, að notkun vörpu þeirrar, sem nú
viðgengst til rækjuveiða sé andstæð gild-
andi ákvæðum í lögum, þar sem veitt er
undanþága til að stunda rækjuveiðar og
leturhumarveiðar innan landhelgi með
venjulegri rækjuvörpu.
Sérstaklega er talið, að notkun hlera,
með vörpunni sé ólögleg og ennfremur að
varpan sé dregin eftir mararbotni.
Nú er það að vísu svo, að í nefndum
lögum er engin skilgreining á því sem
nefnt er „venjuleg kampalampavarpa“ og
hefir aldrei verið skilgreint.
Hinsvegar verður að ganga út frá því,
að löggjafinn hafi stuðzt við eitthvað,
þegar þessi ákvæði voru sett í lög og þá
fyrst og fremst við þá venju, sem hafði
skapazt hér við land á alllöngum tíma
áður en lögin voru sett.
Á þeim tírna höfðu rækjuveiðar verið
stundaðar um tveggja áratuga skeið hér
við land. Veiðarfæri þau, sem notuð höfðu
verið, munu í upphafi hafa verið keypt
utanlands frá, en eftir því sem tímar
liðu tóku menn þó að búa veiðarfærin til
hér. Ekki er mér kunnugt um, að þau
veiðarfæri, sem notuð voru hér áður, hafi
í nokkru því, sem máli skiptir í þessu
sambandi, verið frábrugðin þeim veiðar-
færum, sem notuð hafa verið eftir að lög-
in frá 1952 voru sett.
Það verður að álykta, að löggjafanum
hafi verið kunnugt um gerð og notkun
veiðarfærisins, og þar sem mælt er svo
fyrir, að undanþágan miðist við „venju-
lega kampalampavörpu“ án þess að skil-
greina gerð hennar nánar, þá sé einmitt
út frá því gengið, að heimilt sé að nota