Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 17

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 17
ÆGIR 67 verið með góðum árangri á vetrarsíld- veiðum við strendur brezku Kolumbíu. Tilraun sú, sem hér um ræðir, var ekki jafn árangursrík. Togað var eingöngu að næturlagi og farið að tilvísun dýptarmælis skipsins. Allmargar stórar torfur fundust °S var togað í gegnum þær, en aflamagn- reyndist langtum rýrara en hið mælda fiskmagn virtist gefa tilefni til. Mikill hluti þess fisks, sem veiddist, var fastur í uiöskvunum í vængjum vörpunnar, og gefur það til kynna, að fiskurinn hafi synt um inn í vörpunni. Menn hafa reynt að geta sér til um orsakir þess, að árang- unnn varð ekki meiri. Þar sem varpan fór í gegnum allmikið fiskmagn, án þess að um verulega veiði væri að ræða, virðist ^uega draga þá ályktun, að fiskurinn hafi °i'ðið vörpunnar var á einhvern hátt — ®eð hana, heyrt í henni eða vatnsþrýst- lngurinn hafi aukizt — og verið fær um að forðast hana. Toghraðinn var aðeins uin 3 niílur og líklegt, að fiskurinn sé ;ær um að synda hraðar og forðast þann- vörpuopið. Hitastig sjávarins er tiltölulega hátt í sePtember og fiskurinn (í þessu tilfelli Slld) langtum kvikari og styggari en yfir Vetrarmánuðina, þegar hitastigið er lágt, enda hefur veiðiárangurinn yfir vetrar- n^anuðina með samskonar veiðarfæri ver- Jð langtum betri. Frá Ítalíu FisJcveiðiréttindi við strendur Júgóslavíu. Skömmu eftir lok 2. heimsstyrjaldar- innar færðu Júgóslavar út fiskveiðitak- mörkin fyrir ströndum landsins, þannig að allar fiskveiðar útlendinga voru bann- aðar innan 10 mílna breiðs beltis. Þessi ráðstöfun kom að sjálfsögðu hart niður á fiskveiðum ítala í Adríahafi, og þar sem beztu fiskimiðin liggja innan ofan- nefndra takmarka, varð um allmikinn samdrátt að ræða í útgerð og aflabrögðum þeim megin Ítalíuskagans. Allmiklar deil- ur urðu um þessi mál milli þjóðanna, og yoru landhelgisbrot af hálfu ítala alltíð. ítalir og Júgóslavar undirrituðu samning á s.l. ári, þar sem kveðið er á um, að sér- stök svæði innan 10 mílna takmarkanna, en utan 4 mílna beltis við júgóslavnesku ströndina, skuli opin ítölskum fiskiskip- um á tímabilinu september til apríl og önnur svæði skulu opin á tímabilinu nóv- ember til apríl. Samningurinn kveður einnig á um sameiginleg réttindi fiski- manna beggja þjóðanna í Triestflóanum. Samningar þessir gilda einungis til eins árs í senn, en líkindi benda til þess, að þeir verði framlengdir um eins árs skeið til viðbótar. Standa vonir ;til, að sam- komulag þetta muni draga úr deilunum og landhelgisbrotunum. 1957 10/3 1956 10/3 1957 10/3 1956 10/3 Fiskafli Norðmanna SÍLDVEIÐIN Heildarafli ísaö Saltað Niðursuða Bræðsla hl. hl. hl. hl. hl. 8.241.510 1.057.220 848.880 141.255 6.092.490 11.801.995 976.345 1.121.760 113.900 9.491.435 ÞORSKVEI ÐARNAK Heildarafli Herzla Saltf. Isað og fryst Meðalalýsi Hrogn söltuð lestir lestir lestir lestir lestir hl. 31.225 7.855 17.267 6.103 13.339 9.760 55.337 9.579 34.530 11.228 26.098 14.737

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.