Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 4

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 4
246 ÆGIR með handfæri. Gæftir hafa verið mjög ó- hagstæðar og afli yfirleitt rýr. Aflinn á tímabilinu er alls um 1000 lestir, þar af er afli í dragnót um 730 lestir og afli í humartroll um 220 lestir, afli handfæra- bátanna var um 50 lestir. Akranes: Þaðan hafa 10 bátar stundað humarveiðar, gæftir hafa verið fremur stirðar og afli í minnalagi. Aflinn á tíma- bilinu varð 366 lestir, þar af voru 43 lest- ir slitinn humar, alls voru farnar 56 sjó- ferðir. Rif: Þaðan hefir 1 bátur stundað hum- arveiðar og er afli hans 22 lestir á tíma- bilinu, þar af er um 40% humar. Ólafsvík: Þaðan hafa 6 bátar stundað dragnótaveiðar og 1 bátur humarveiðar. Gæftir hafa verið fremur óhagstæðar. — Afli dragnótabátanna var að jafnaði 3—4 lestir í róðri, og er alls á tímabilinu um 360, lestir, þar af er um 25% koli. Afli humarbátsins hefir yfirleitt verið rýr eða alls um 24 lestir, þar af var um 45% humar. Grundarfjörður: Þaðan hafa 2 bátar stundað dragnótaveiðar. — Afli þeirra á tímabilinu er um 110 lestir, þar af er um 25% koli. Stykkishólmur: Þaðan hafa 2 bátar stundað handfæraveiðar og 1 bátur hum- arveiðar, einnig hafa nokkrir smáir þil- farsbátar og trillubátar stundað hand- færaveiðar, ef gefið hefir, en gæftir hafa verið mjög stirðar og afli rýr, eða um 30 lestir hjá handfærabátunum, en um 20 lestir hjá humarbátunum. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í júní 19 6 U Smábátaútgerðin var almennt byrjuð í júní, en aflabrögð voru yfirleitt ákaflega rýr alls staðar í fjórðungnum, enda stop- ular gæftir fyrst framan af. 110 bátar stunduðu veiðar í fjórðungnum, og voru langflestir þeirra með handfæri, eða 91, 5 voru með línu, 11 dragnót og 3 voru byrjaðir humarveiðar. Er það í fyrsta skipti, sem bátar frá Vestfjörðum stunda humarveiðar og koma heim með aflann. Heildarafli þessara 110 báta var 1051 lest, og er það nokkru minna, en á sama tíma í fyrra. 33 bátar frá Vestfjörðum stunda síldveiðar fyrir Norður og Austur- landi á þessari síldarvertíð. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjöröur: 5 bátar stunduðu drag- nótaveiðar og 16 handfæraveiðar. Heild- arafli dragnótabátanna var 31 lest, og var Skúli Hjartarson aflahæstur með 12 lest- ir. Heildarafli færabátanna var 92 lestir, og var Hringur aflahæstur með 11 lestir í 14 róðrum. Tálknafjörður: 1 bátur stundaði drag- nótaveiðar, 2 voru á handfærum og 1 bát- ur var byrjaður humarveiðar. Heildar- afli þeirra í mánuðinum var 30 lestir. —- Aflahæstur var Höfrungur (dragnót) með 13 lestir. Bíldudalur: Þar bárust á land 74 lestir af 3 dragnótabátum og 4 færabátum. — Mestan afla hafði Jörundur Bjarnason, 17 lestir. Þingeyri: Á Þingeyri bárust á land 44 lestir af 5 bátum, sem allir stunduðu færafiskirí. Flateyri: 14 opnir vélbátar voru gerðir út á handfæri frá Flateyri og einn 36 lesta bátur, og var heildarafli þeirra í mánuðinum 161 lest. — Aflahæstur var Bragi með 38 lestir, en af minni bátunum var Vísir aflahæstur með 21 lest. Suðureyri: 10 bátar stunduðu hand- færaveiðar, 3 réru með línu og 1 bátur var á dragnótaveiðum. Heildaraflinn 1 mánuðinum varð 110 lestir, og er það ná- lega helmingi minni afli en á sama tíma í fyrra. Aflahæstur var Kveldúlfur með 17 lestir í 8 róðrum. Bolungavík: 20 bátar stunduðu hand- færaveiðar, 2 réru með línu og 1 með dragnót. Heildarafli þessara báta í mán- uðinum var 261 lest, og var Húni afla- hæstur með 33 lestir í 17 róðruni með línu, en af færabátunum var Guðjón afla- hæstur með 31 lest í 20 róðrum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.